Myndlistarkonan Alexandra Grant segist enn bálskotinn í kærastanum, leikaranum Keanu Reeves, eftir fjögur ár saman. Grant tjáði sig um samband þeirra við People á Beverly Arts Icon verðlaununum í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudag.
Segir hún Reeves hvetjandi og veita henni mikinn innblástur. „Hann er svo skapandi, hann er svo góður. Hann vinnur svo mikið.“
Aðspurð um hvernig er að mæta ein á viðburði segir hún: „Það jákvæða við að verða ástfangin á fullorðinsárum er að ég hafði byggt upp minn feril áður en sambandið hófst. Ég líður vel á rauða dreglinum með honum, mér líður vel á rauða dreglinum ein.“
Segir hún þau háð hvert öðru, en sjálfstæð á sama tíma og Reeves hafi lengi verið uppspretta innblásturs í lífi sínu og ferli. „Það sem ég elska við Keanu og samband okkar er að við hvetjum hvert annað til að reyna nýja hluti. Að sjá hinn aðilann leysa vandamál er hvetjandi.“
Grant segir list hennar hafa breyst eftir að samband þeirra Reeves hófst árið 2019 og hefur hún fengið þau ummæli að list hennar endurspegli meiri hamingju.
Parið hafði verið vinir og samstarfsmenn í áraraðir áður en ástin kviknaði þeirra á milli. Árið 2011 gaf Reeves út myndabókina Óður til hamingjunnar með myndum Grant og árið 2016 unnu þau aftur saman að listabókinni Shadows.
Ástæðan fyrir því að Grant mætti einsömul á verðlaunahátíðinni var sú að Reeves og hljómsveit hans Dogstar voru með tónleika. Segist Grant mikill aðdáandi þeirra og kunna öll lögin þeirra. Von er á plötu frá sveitinni í október, en Reeves hafði góðan tíma fyrir æfingar og upptökur í verkfalli rithöfunda og leikara í Hollywood, sem nú er yfirstaðið.