fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fókus

„Eftir langar umræður við manninn minn ákváðum við að opna sambandið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. september 2023 19:59

Þórhildur Magnúsdóttir er nýjasti gestur Fókuss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Magnúsdóttir, verkfræðingur, jógakennari og sambandsráðgjafi, er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Hún heldur úti vinsælu síðunni Sundur og saman á Instagram og býður upp á námskeið fyrir einstaklinga og pör.

video
play-sharp-fill

Þórhildur er uppalin í Keflavík. Hún stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík, fór svo í hússtjórnaskólann og síðan í verkfræði.

„Síðan hef ég hægt og rólega verið að finna meira út úr því hvað mig langar til að gera. Ég hafði mjög gaman af verkfræðinni, en ég fann að mig langaði miklu meira að fókusa á fólk. Ég lærði hugbúnaðarverkfræði og eftir langt fæðingarorlof þá fór ég aftur í hagfræði, mig langaði að læra meira um mannlega hlutann, samfélagslega hamingju og þannig hluti sem vöktu meiri áhuga hjá mér. Síðan fór ég í jógakennaranám. Í dag eiga sambönd hug minn allan, þegar ég kláraði meistaranám í hagfræði þá langaði mig að tala um sambönd og hjálpa fólki að auka hamingjuna sína þannig,“ segir hún í Fókus.

„Má það bara? Virkar það?“

Þórhildur kynntist eiginmanni sínum þegar þau voru sautján ára í framhaldsskóla. Þau eiga saman tvo drengi, ellefu ára og sjö ára.

Í þættinum segir Þórhildur frá stórum kaflaskilum í hennar lífi, þegar hún lærði um opin sambönd.

Fjölástir eru sambandsform þar sem fólk er í upplýstum og meðvituðum ástarsamböndum með fleiri en einum aðila í einu.

„Ég heyrði frá vinkonu minni sem var að opna sitt samband. Ég var bara: „Ha?!“ Ég var í algjöru sjokki. „Má það bara? Virkar það?““

„Það var nýtt að heyra einhvern tala um opin sambönd á fallegan og heiðarlegan hátt þar sem það gengur vel og öllum líður vel með það. Þá tók við smá rannsóknartímabil, að lesa um það og kynnast því. Þangað til að ég áttaði mig á að það væri mjög spennandi tilhugsun. Eftir langar umræður við manninn minn, fram og til baka um hvað það myndi þýða og af hverju við myndum vilja það, ákváðum við að opna sambandið. Það var fyrir sex árum.“

Þórhildur segir að sambandið þeirra hefur breyst mikið í gegnum árin, til hins betra. „Í dag finnum við bæði fyrir því að við vitum miklu betur hver við erum, hvað við viljum, við kunnum miklu betur að tala um það og við dílum við áskoranir sem koma upp. Við erum miklu sáttari með okkur sjálf, sambandið og lífið.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að ofan.

Um námskeiðin

Fylgstu með Þórhildi á Instagram og skoðaðu námskeiðin sem hún býður upp á hér. Einstaklingsnámskeiðið hennar Þitt er valið hjálpar öllum einstaklingum (óháð sambadsstöðu) sem vilja upplifa meiri hamingju í sambandi að rækta innri styrk og virðingu sem eru nauðsynleg til að skapa gott samband.

Á vefsíðunni hennar má einnig finna frítt örnámskeið í tjáningu fyrir þau okkar sem eiga stundum erfitt með að vita hvernig á að orða erfiða hluti við makann sinn og óttast að særa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur
Fókus
Í gær

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjófstartaði afmælinu með Bridgerton-þema – Eiginmaðurinn hvergi sjáanlegur

Þjófstartaði afmælinu með Bridgerton-þema – Eiginmaðurinn hvergi sjáanlegur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sex hversdagslegar kynlífsupplifanir sem karlmenn þrá en þora ekki að biðja um

Sex hversdagslegar kynlífsupplifanir sem karlmenn þrá en þora ekki að biðja um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir
Hide picture