Fyrirsætan er stödd í heimalandi sínu, Brasilíu, og birti nokkrar myndir úr ferðalaginu á miðlinum.
Á einni myndinni mátti sjá hana ásamt foreldrum hennar, Vânia og Valdir, og fimm systrum hennar, Raquel, Graziela, Gabriela, Rafaela og Patricia, sem er tvíbura systir hennar.
Í gegnum árin hefur Gisele haldið fjölskyldunni að mestu frá sviðsljósinu. Það vakti því athygli þegar hún opnaði sig aðeins um „yndislega“ æsku í sjálfsævisögunni, Lessons: My Path to a Meaningful Life, sem kom út árið 2018.
„Þegar ég var að alast upp í Horizontina [í Brasilíu], þá vorum við sex stelpur við borðstofuborðið, sex raddir að tala eða hlæja eða vera ósammála,“ skrifaði hún.
„Einn daginn bjó pabbi til reglu: Ef ein okkar hafði eitthvað að segja, þá þurftum við að rétta upp höndina.“