fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fókus

Flúrhátíð til heiðurs Fjölni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. september 2023 15:00

Fjölnir Geir Bragason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöln­ir Geir Braga­son húðflúrmeistari, eða Fjölnir Tattoo, eins og allir þekktu hann best, lést 11. desember 2021, 56 ára að aldri. Fjölnir var einn vinsælasti húðflúrari landsins og talinn einn sá allra færasti í faginu. Hann var einnig vinamargur, átti ótal kunningja og líklega þekkja flestir landsmenn sem komnir eru af barnsaldri nafn hans.

Húðflúr­hátíðin Is Tatt Fest fer fram um helgina í Iðnó við Von­ar­stræti, 29. sept­em­ber til 1. októ­ber, og segja aðstandendur hátíðarinnar að aldrei hafi komið til greina að leggja hátíðina niður eftir andlát Fjölnis, en hátíðin var stofnuð af og haldin af honum alla tíð. Síðar stofnaði Fjöln­ir eig­in ráðstefnu í Fær­eyj­um, Fo Tatt Fest.

Kynn­ingarplakat hátíðar­inn­ar í ár skart­ar stíl­færðri teikn­ingu af Fjölni.

„Hátíðin er í ár hald­in í minn­ingu Fjöln­is,“ seg­ir Rún­ar Hroði Geir­munds­son, einn af skipuleggjendum. 

Rúnar Hroði Geirmundsson
Mynd: Facebook

Á meðal viðburða á hátíðinni er keppni í mismunandi húðflúrstílum, þar á meðal ein­um nýj­um sem ber heitið „Besta Wu­tang-tattúið“. Fjöldi húðflúrlistamanna verður á staðnum og einnig er piercing í boði. 

Vinningar, vængir og tónlist

Það verður þó ekki aðeins húðflúr í boði, því mikið verður um dýrðir á hátiðinni og boðið upp á tónlist, lottó og mat. Dagpassi kostar 1.500 krónur og helgarpassinn fyrir báða daga kostar 3.500 krónur. „Allir sem borga sig inn eiga kost á að vinna veglega vinninga í lottóinu,“ segir Rúnar. 

Dregið verður lottóinu á sunnudag og á meðal vinninga eru veg­leg húðflúr kunnra lista­manna, full sleeve eft­ir Ak­sel, einn flúrdagur hjá Stan­islav Kortchevoi, gjafa­bréf hjá Scream­son, Hariu, Beardy Anz, auk fatnaðar, tíma­korta í snooker og pool, flöskuborð hjá Pablo Discobar, og fleira.

Tónlistarmenn og plötusnúðar munu taka við af húðflúrlistamönnum og halda uppi stuðinu föstudags- og laugardagskvöld.  Á föstu­dag spila Sóðaskap­ur, Boob Sweat Gang, Kristo & co., Grunge-rokk­mess­an, Há­skól­arokk­veisl­an og Krummi. Á laug­ar­dags­kvöld sjá plötusnúðarnir Sbeen­around, Thorkell­mani, Samwise og Sleazy um að halda uppi stemningunni. 

Kim Young Wings sjá um eld­húsið í Iðnó og verður hægt að fá  kjúk­linga­vængi, vefj­ur og annað nasl á hátíðinni. 

„Við stefnum á að hátíðin haldi áfram sem árlegur viðburður,“ segir Rúnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Arftaki De Bruyne klár?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun