Kírópraktorinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason, kallaður Gummi Kíró, var löngu búinn að kaupa trúlofunarhringinn áður en hann bað kærustu sinnar, Línu Birgittu Sigurðardóttur.
Gummi segir allar sólarsöguna á bak við bónorðið, hringinn sem var í vasanum hans í hálft ár, biðinni eftir rétta tækifærinu og fullkomna augnablikinu í París þegar Lína sagði já í klippunni hér að neðan.
Gummi var gestur í Fókus, spjallþætti DV, á fimmtudaginn síðastliðinn. Í þættinum fór hann um víðan völl og áhugasamir geta horft á hann í heild sinni hér, eða hlustað á hann á öllum helstu hlaðvarpsveitum, eins og Spotify.
„Þetta verður hugsanlega löng trúlofun, allavega í nokkur ár. Við erum allavega ekki að fara að gifta okkur á næsta ári, það er bara svo mikið að gera. En við erum með ákveðin plön, það verður einhvern tíma á næstu tveimur til þremur árum,“ sagði hann.
Framtíðarhjónin eru með ákveðna – og einstaklega rómantíska – staðsetningu í huga.
„Það verður rétt fyrir utan París í Frakklandi.“