fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Ætla að gifta sig á rómantískum stað utan landsteina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 26. september 2023 19:59

Mynd/Instagram @gummikiro

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kírópraktorinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason, kallaður Gummi Kíró, var löngu búinn að kaupa trúlofunarhringinn áður en hann bað kærustu sinnar, Línu Birgittu Sigurðardóttur.

Gummi segir allar sólarsöguna á bak við bónorðið, hringinn sem var í vasanum hans í hálft ár, biðinni eftir rétta tækifærinu og fullkomna augnablikinu í París þegar Lína sagði já í klippunni hér að neðan.

video
play-sharp-fill

Gummi var gestur í Fókus, spjallþætti DV, á fimmtudaginn síðastliðinn. Í þættinum fór hann um víðan völl og áhugasamir geta horft á hann í heild sinni hér, eða hlustað á hann á öllum helstu hlaðvarpsveitum, eins og Spotify.

„Þetta verður hugsanlega löng trúlofun, allavega í nokkur ár. Við erum allavega ekki að fara að gifta okkur á næsta ári, það er bara svo mikið að gera. En við erum með ákveðin plön, það verður einhvern tíma á næstu tveimur til þremur árum,“ sagði hann.

Framtíðarhjónin eru með ákveðna – og einstaklega rómantíska – staðsetningu í huga.

„Það verður rétt fyrir utan París í Frakklandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“
Hide picture