Margt leynist í gömlum ljósmyndasöfnum. Myndir/Getty
Lífið á höfninni, prúðbúin ungmenni, króknaðir dátar og hross á leiðinni í vinnuþrælkun eru á meðal þess sem brugðið hefur fyrir augu erlendra ljósmyndara á Íslandi. Hér eru nokkrar myndir frá Íslandi sem finna má í söfnum ljósmyndara frá árunum 1920 til 1950.
Íslensk hross á leiðinni yfir hafið til Yorkshire í Bretlandi til að vinna í kolanámum árið 1923. Mynd/Getty
Nokkrir guttar hreiðra um sig í heysátu við Eskifjarðarhöfn árið 1935. Mynd/Getty
Amerískir dátar koma að landi í Reykjavíkurhöfn árið 1941. Mynd/Getty
Mörgum hermönnunum fannst ansi kalt á Íslandi, eins og þessum tveimur amerísku dátum. Mynd/Getty
Sígópása. Mynd/Getty
Fylgst með kappreiðum árið 1930. Mynd/Getty
Mjólkurvatn í Reykjavík árið 1935. Mynd/Getty
Fiskþurrkun. Mynd/Getty
Yngismær klædd í þjóðbúninginn við Reykjavíkurtjörn árið 1955. Mynd/Getty
Önnur blómarós. Íslensk rolla árið 1950. Mynd/Getty
Pósthússtræti árið 1930. Mynd/Getty
Íslenskir skátar í ferðalagi til Essex í Bretlandi árið 1951. Mynd/Getty