fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Bralli og Bulli sögðu bæði já og eru orðin hjón

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 23. september 2023 21:00

Kristín Sif og Stebbi Jak Mynd: Mummi Lú

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100 og Stefán Jakobsson tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar DIMMU giftu sig í dag í Mývatnssveit.

Bergsveinn Arilíusson, Beggi í Sóldögg, gaf hjónin saman.

Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú

Bralli og Bulli eru gælunöfnin sem þau gáfu hvort öðru, parið hefur verið vinir lengi, en þau byrjuðu saman í fyrra og opinberuðu samband sitt í ferð til Berlínar í Þýskalandi.

„Bralli og Bulli í Berlín. Bestu vin­ir, geggjað skot­in, yfir sig ást­fang­in og æðis­lega ham­ingju­söm með hvort annað,“ skrifaði Krist­ín Sif á In­sta­gram þá. Stebbi bað svo sinnar heittelskuðu 3. desember.

Sjá einnig: Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt

Sjá einnig: Stefán Jak og Kristín Sif trúlofuð – „Þúsund sinnum já var svarið“

Gestir hafa fjölmennt í Mývatnssveitina í gær og í dag til að fagna með parinu. Á meðal gesta eru hljómsveitarfélagar Stebba í DIMMU, þeir Egill Örn Rafnsson, Ingólfur Geirdal og Silli Geirdal, og eiginkona Silla, Ólöf Erla Einarsdóttir, hönnuður og eigandi SVART. Fyrrum trommari DIMMU, Birgir Jónsson, forstjóri PLAY og eiginkona hans, Lísa Ólafsdóttir, eigandi Madison ilmhús, söngkonurnar Erna Hrönn Ólafsdóttir og Stefanía Svavarsdóttir, og Haukur Henriksen, verkefnastjóri RIGG viðburða, eru mætt ásamt mökum, og ljósmyndarinn Mummi Lú sem sér um að festa athöfnina og veisluna á filmu. 

Myllumerkið #bulliogbralli er notað fyrir myndir á samfélagsmiðlum.

Jörundur Kristinsson, Haukur Henriksen, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Þórunn Hanna Ragnarsdóttir, brúðurin Kristín Sif, Stefanía Svavarsdóttir og Gísli Gunnar Didriksen Guðmundsson
Mynd: Facebook
Silli og Ólöf Erla
Mynd: Instagram
Birgir og Lísa
Mynd: Facebook

Gleðin hófst í gær og á Instagram mátti sjá að Kristín Sif er orðin vinnukonufær á gítarinn og tók hún lagið. „Hvað leggur maður ekki á sig þegar maður giftist tónlistarmanni?“

Mynd: Instagram

Á meðal þeirra sem skemmtu í veislunni voru Erna Hrönn Ólafsdóttir og Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, og DIMMA tók síðan lagið og mátaði Birgir sig aftur við trommusettið. Guðrún Árný Karlsdóttir tók síðan lagið Andvaka með DIMMU drengjum, en útgáfa þeirra af laginu, sem Guðrún Árný söng í Söngvakeppninni árið 2006, hefur slegið í gegn.

Blómahönnuðirnir Blómdís og Jóndís sáu um brúðarvöndinn og hárkrans. Skreytingaþjónustan sá um skreytingar í salnum, Flóra og co og  Partybúðin sáu einnig um skraut í veislunni og Matarkompaní sá um geggjaðan mat.

Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?