fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Lenti á manni sem vissi allt um Ísland – „Loksins eru öll þessi ár af Wikipediu lestri að skila sér“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. september 2023 09:00

Ólafur Jóhann bjóst ekki við þessu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tiktokkarinn Ólafur Jóhann Steinsson hefur vakið nokkra athygli fyrir myndbönd sín þar sem hann ræðir stuttlega við fólk, einkum útlendinga, og spyr þá spjörunum úr. Í gær birti hann myndband sem tekið var upp í Toronto og hefur vakið nokkra athygli.

Ólafur spurði vegfarendur á Nathan Phillips torgi í miðborg Toronto hvort þeir hefðu heyrt um Ísland og hvað þeir vissu um landið. Lenti hann á manni að nafni Aidan Simardone, sem starfar sem innflytjendalögmaður og vissi bókstaflega allt um Ísland.

„Við erum bara komin í Útsvar hérna,“ sagði gáttaður Ólafur Jóhann á meðan Simardone lét töluna ganga.

Stoltur nörd

Aidan birti sjálfur myndbandið á X síðunni sinni. „Loksins eru öll þessi ár af Wikipediu lestri að skila sér,“  sagði hann.

@olafurjohann123Smartest man in Canada

♬ original sound – oli

Í spjallþræðinum við myndbandið á Tiktok sagði Simardone að hann hafi verið heillaður af heiminum síðan hann var krakki og hafi lagt margar handahófskenndar staðreyndir um lönd á minnið, þar með talið um Ísland. Það sé ekkert slæmt að heimurinn fái að vita hversu mikill nörd hann sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024