fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

„Ég komst einu sinni á forsíðu DV fyrir að hafa lent í líkamsárás inn á Bóhem“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2023 17:00

Einar Ágúst Víðisson Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei en fyrir ýmislegt annað hef ég komist á forsíðu DV,“ segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson aðspurður um hvort hann hafi verið með það mikla kynlífsfíkn að hann hafi komist á forsíðu DV fyrir.

Spurningin er ein af mörgum sem lagðar eru fyrir Einar Ágúst í nýjasta þætti Götustráka.

„Ég komst einu sinni á forsíðu DV fyrir að hafa lent í líkamsárás inn á Bóhem, sem var strippklúbbur þar sem Benzin Café er núna en það var ekki út af kynlífsfíkn.“

„Ef fyrirtækið er ekki að borga mér fyrir að auglýsa sig þá er ég ekki að ganga í fötum sem eru merkt þeim, mér er alveg sama hvað það heitir“, segir Einar Ágúst aðspurður um hvort hann hafi gengið út úr partýi í 66 norður úlpu sem hann átti ekki.

Einar Ágúst sem var mun meira áberandi í tónlistarbransanum á árum áður sem einn meðlima hljómsveitarinnar Skítamórall og fyrir þátttöku hans í Eurovision árið 2000 varð fimmtugur 13. ágúst síðastliðinn. Hann hefur komið víða við í bransanum, bæði einn sem trúbador og með fleirum, sem dæmi á Aldamótatónleikunum sem slegið hafa í gegn síðustu ár. Árið 2001 tók Einar Ágúst þátt í Landslaginu, söngvakeppni á vegum Stöðvar 2. Þar söng hann lagið Beint í hjartastað eftir Grétar Örvarsson og Ingibjörgu Gunnarsdóttur og vann. Árið 2002 vann hann í keppninni um Ljósanæturlagið, sem haldin var á Skjá einum. Lagið heitir Velkomin á Ljósanótt eftir Ásmund Valgeirsson.

Einar Ágúst hefur verið opinskár með fíkniefnaneyslu sína á árum áður, en hann hóf nú í haust nám í fíkniráðgjöf í símenntun Háskólans á Akureyri og í apríl síðastliðnum lauk hann framhaldsnámi frá Ráðgjafarskóla Íslands.

„Það kemur alveg fyrir í mínu starfi að ég labba inn á þar sem menn eru að fá sér og sérstaklega gamlir neyslufélagar einhvers staðar „backstage“ inn á einhverjum skemmtistað eða bara nefnið það, og að þurfa ekki að fá sér og langa ekki í það er bara sturlað af því ég var með geðsjúka þráhyggju. Ég vaknaði bara á morgnana og hugsaði um þetta. Svo náði maður að hætta en það var garanterað að maður hafði ekki getuna til að fá sér ekki aftur seinna meir. Þetta er svo rosalegur geðsjúkdómur, það er búið að lyfta þráhyggjunni og geðveikinni og maður þarf ekki að fixa sig með neinu nema guði.“

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa á bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“