Birgitta Líf, 30 ára, er einnig markaðsstjóri World Class og erfingi veldisins. Enok, 21 árs, er sjómaður og iðnaðarmaður.
Í gær héldu þau kynjaveislu, þar sem kyn ófædda barnsins er opinberað í faðmi fjölskyldu og vina. Óhætt er að segja að þetta hafi verið svakalegasta kynjaveislan hér á landi til þessa, þar sem þau notuðu þyrlu til að tilkynna að það væri drengur á leiðinni.
Þyrlan dreifði bláum reyk á meðan hún flaug yfir sjónum fyrir framan Skuggahverfið í miðbæ Reykjavíkur, þar sem Birgitta Líf er búsett.
View this post on Instagram
Athæfið hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum.
„Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt [og svo framvegis] heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega,“ segir einn netverji á Twitter.
Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega 🥲 pic.twitter.com/1MjQOHtIid
— Heklandi (@heklandi) September 17, 2023
Fleiri tóku í sama streng á meðan aðrir komu tilvonandi foreldrunum til varnar.
Ég hélt í alvöru að þetta væri grínpóstur þangað til ég sá fréttina á Vísi. Er frekar orðlaus.
— Palli Hauksson (@pihx) September 18, 2023
Þið farið ekkert útlanda er það nokkuð? Borðið bara íslenskt grænmeti og ávexti ræktað hér? Afhverju er ekki hægt að gleðjast fólki sem er að fara eignast barn saman? Ást og friður 🫰🏻
— Muu Buu (@MuuBuu6) September 18, 2023
Vá hvað þetta er firrt hegðun. Grey barnið að eiga svona grunnhyggna foreldra.
— Villa H. (@VillaH73) September 17, 2023
Hvað er svo sem að því. Mér fynnst þetta bara geggjuð hugmynd og ég myndi örugglega gera eitthvað svipað ef ég ætti pening fyrir því. Afhverju er ekki bara hægt að samgleðjast fólki
— Róbert Sigurðsson (@SsonRobert) September 17, 2023
Mér sýnist vera svigrúm til að hækka fjármagnstekjuskattinn upp í 25%.
— Ragnar Már Jónsson (@RagnarMrJnsson1) September 17, 2023
„No shade á neinn en mér finnst illa súrt að rembast við að vera umhverfisvæn á meðan einkaflugvélar, skemmtiferðaskip og gröftur eftir rafmynt er löglegt og fagnað. Eins og það sé ekki nógu mikið hark að vinna átta tíma á dag, sinna heimili, greiða reikninga og allt þetta sem við sótsvartur almúginn þurfum að harka af okkur,“ sagði einn netverji á Instagram um málið.