Útvarpsstjarnan Kristín Sif Björgvinsdóttir frumsýndi glæsilega nýja greiðslu í gær.
Það styttist í brúðkaup hennar og tónlistarmannsins Stefáns Jakobssonar og lét hún fríska upp á hárið fyrir stóra daginn.
Ljósu lokkar hennar fá heldur betur að njóta sín og er nú meira af þeim eins og má sjá hér að neðan. Hún fór í hárlengingar til Valerija Rjabchuk.
Brúðkaupið verður haldið laugardaginn 23. september næstkomandi í Mývatnssveit þar sem Stefán býr.
Sjá einnig: Bulli og Bralli birta brúðkaupsboðskortið
Sjá einnig: Horfðu á nýjasta þátt af Fókus – Kristín Sif opnar sig um ástina, sorgina og gleðina