Leikarinn Joe Magnaniello sást yfirgefa líkamsræktarstöð með leikkonunni Caitlin O‘Connor, sem er þrettán árum yngri en hann.
Magnaniello sótti um skilnað frá leikkonunni Sofiu Vergara fyrir tveimur mánuðum. Þau voru gift í átta ár.
Þegar greint var frá skilnaði þeirra sagði heimildarmaður Page Six að leikarinn væri leiður yfir stöðu mála, sem væri þó rétta leiðin, því hann væri staðráðinn, orðinn 46 ára, í að eignast eigin börn. Sofia Vergara, 51 árs, á soninn Manolo, sem er 31 árs, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Joe Gonzalez.
Caitlin O‘Connor er 33 ára en ekki er vitað hvort þau séu að slá sér upp saman, en Page Six birtir myndir af þeim yfirgefa líkamsræktarstöð saman og fara í sama bílinn. Miðilinn greinir frá því að þau hafi hlegið saman og verið í góðu stuði.
Joe Manganiello leaves gym with actress 13 years his junior amid Sofía Vergara divorce https://t.co/j7ke51Y1OE pic.twitter.com/ZgMqEQtCRl
— Page Six (@PageSix) September 14, 2023