fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Hafa eignast þrjú börn á sama deginum

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 14. september 2023 13:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. september síðastliðinn eignuðust hjónin Jeremy og Sauhry Turner sem eru búsett í borginni Ocala í Flórída í Bandaríkjunum dóttur.

Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema hvað að þetta er í þriðja sinn á síðastliðnum fjórum árum sem að hjónin eignast dóttur 3. september.

Faðirinn Jeremy segist vera hamingjusamasti faðirinn í Ocala og telur sig hafa notið blessunar.

Elsta dóttir hjónanna, Jasmine, fæddist 3. september 2020 og sú næsta, Jessica, kom í heiminn 3. september 2021.

Nýjasta dóttirin, sem bættist við fjölskylduna 3. september 2023, heitir Juliet.

Jeremy segir að það hafi komið honum og Sauhry mjög á óvart að Juliet hafi viljað koma í heiminn á nákvæmlega sama degi og systur hennar. Læknar og annað starfsfólk sjúkrahússins tjáðu þeim að þau hefðu aldrei séð tilfelli eins og þeirra. Saga þeirra hafi breiðst hratt út meðal starfsliðsins og einhugur virtist ríkja um að þarna væri hreint ótrúleg tilviljun á ferðinni.

Á meðan Sauhry var með hríðir á spítalanum vegna yfirvofandi komu Juliet fögnuðu Jasmine og Jessica sínum afmælum á heimili fjölskyldunnar og Jeremy náði rétt svo að skjótast heim til að fagna með þeim. Eldri dæturnar fengu gjafir og kökur og svo fór hann beint aftur á spítalann.

Hann segir afmælisfagnaði dætranna verða nú enn flóknari en fjölskyldan komst að þeirri niðurstöðu að best væri að syngja afmælissönginn sameiginlega fyrir þær.

Jeremy segist vonast til að fjölskyldan geti heimsótt Disney World á næsta ári til að fagna því að Juliet verði þá eins árs, Jessica þriggja ára og Jasmine fjögurra ára.

Þriggja dætra faðirinn segist vera glaður með að fá tækifæri til að fylgjast með systrunum alast upp saman og til að sjá hvað verður úr þeim.

Það var morgunþátturinn Good Morning America sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar