fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fókus

Vinkonur eiginkonu Kanye West hafa miklar áhyggjur af hegðun hennar – „Hún er ekki svona“

Fókus
Miðvikudaginn 13. september 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonur Biöncu Censori hafa miklar áhyggjur af hegðun hennar undanfarið.

Bianca er ástralskur arkitekt og byrjaði að starfa fyrir fyrirtæki Kanye, Yeezy, árið 2020. Þau hafa verið saman síðan byrjun árs 2023 og eru sögð hafa gifst við leynilega athöfn um miðjan janúar.

Hjónin hafa verið á ferð um Ítalíu síðan lok ágúst og er óhætt að segja að heimsókn þeirra sé búin að vera afar umdeild.

Klæðaburður hjónanna, þá aðallega Biöncu, hefur vakið talsverða athygli, og reiði, þar sem Ítalía er mjög íhaldssöm og kaþólsk þjóð. Það hefur verið kallað eftir því að Bianca yrði handtekin fyrir að særa blygðunarsemi en hún hefur klæðst litlu öðru en gegnsæjum sokkabuxum og litlum toppum í ferðalaginu.

Ósæmilegt atvik á bát

Hjónin komust aftur í heimsfréttirnar eftir að myndir af þeim í rómantískri siglingu í Feneyjum fóru í dreifingu. Netverjar töldu  myndirnar sýna Biöncu veita Kanye munnmök. Bæði vegna þess að Kanye var, af einhverri ástæðu, með buxurnar girtar niður um sig, og Bianca var fyrir framan hann á hnjánum. Þau voru í kjölfarið sett í lífstíðarbann hjá bátafyrirtækinu. 

Róttækari útgáfa af Kim?

DailyMail ræddi við vinkonur Biöncu sem sögðust hafa miklar áhyggjur af henni og óttast að Kanye væri að „reyna að breyta henni í róttækari útgáfu af fyrrverandi eiginkonu hans, Kim Kardashian.“

Sjá einnig: Dauðskammast sín vegna hegðunar Kanye og eiginkonunnar – Telja myndirnar sanna að munnmök hafi átt sér stað

Talsverður aldursmunur er á parinu. Kanye er 46 ára og Bianca er 28 ára.

Fatastíll og útlit hennar hefur tekið rosalegum breytingum eftir að hún kynntist rapparanum en það er þekkt að Kanye hafi áhrif á klæðaburð eiginkvenna sinna og kærasta.

„Hún er ekki svona“

Í síðustu viku komst parið aftur í heimsfréttirnar þegar Bianca gekk um götur Flórens í Ítalíu í ljósum sokkabuxum og hélt á fjólubláum kodda í stað þess að vera í bol.

Vinkonur Biöncu segja að „hún er ekki svona“ heldur sé hún undir áhrifum Kanye.

„Bianca er föst og vinkonur hennar eru að reyna að bjarga henni, en enginn getur komið nálægt henni því Kanye kemur í veg fyrir það,“ sagði ein vinkona hennar í samtali við DailyMail.

„Allir hafa mjög miklar áhyggjur. Hún er ekki svona. Hún er mjög opinská og lífleg manneskja, ekki einhver sem þegir bara. En hún hefur engan hjá sér núna og það hræðir okkur.“

Bianca Censori áður en hún kynntist Kanye.

Aðrir vinir Biöncu ræddu við miðilinn.

„Kanye er að reyna að gera Biöncu að róttækari útgáfu af Kim, einhvers konar Kim 2.0. Munurinn er hins vegar sá að þegar Kim og Kanye voru saman naut hann virðingar í tískuheiminum. Hann gerir það ekki lengur,“ sagði annar.

Sjá einnig: Gekk um púða í stað þess að klæðast bol

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife