fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Sísí selur á Snorrabraut – Nýr kafli framundan með Bigga löggu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. september 2023 14:17

Sísí Ingólfsdóttir Mynd: Salka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sísí Ingólfsdóttir listakona hefur sett íbúð sína á Snorrabraut 65 í Reykjavík á sölu. Smartland greindi fyrst frá.

„Jæja krakkar mínir, það er bara komið að þessu. Erum búin að selja aðra íbúðina, festa kaup á húsnæði sem rúmar okkur öll og því þessi perla að detta inn á fasteignavefinn. Æðisleg staðsetning, húsið nýsteinað og allskonar viðgerðir, sem sagt allt í tipptopp standi. Við höfum átt virkilega góðar stundir á Snorrabrautinni en erum spennt að hefja nýjan kafla (ekkert sérstaklega langt frá),“ segir Sísí í færslu á Facebook.

Hún og unnusti hennar, Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, hafa keypt sér húsnæði saman. Parið kynntist á síðasta ári og opinberaði samband sitt á Facebook í byrjun árs og trúlofaði sig 28. júní.

Sjá einnig: Biggi og Sísí setja upp hringa

Sísí á fjögur börn frá fyrra sambandi og stjúpdóttur og Biggi á tvö börn úr fyrra sambandi.

Íbúðin er 130,6 fm, fimm herbergja, efri sérhæð í fjöleignarhúsi sem byggt var árið 1942. Íbúðin skiptist í eldhús og borðstofu í sameiginlegu rými, stofu, fjögur svefnherbergi og er útgengt á suðursvalir úr einu þeirra, og baðherbergi. Geymslur eru i kjallara, undir útitröppum og í geymslurisi. 

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Sísí lauk BA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Á vef Listaval kemur fram að hún hefur verið upptekin að kynjahlutverkum og birtingarmyndum þeirra og sögu femínismans ásamt því að skoða móðurhlutverkið út frá ólíkum sjónarhornum og oftar en ekki á húmorískan hátt. Nýlega kom Hin íslenska litabók út með teikningum Sísíar. Biggi lögga er þekktur samfélagsrýnir og vekja pistlar hans gjarnan mikla athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stærðfræðiþrautin sem gerir fólk alveg vitlaust – Þú mátt bara bæta einu striki við

Stærðfræðiþrautin sem gerir fólk alveg vitlaust – Þú mátt bara bæta einu striki við