fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Sara sækir um skilnað frá Chris Miller – „Þetta var ekki að ganga upp, mikið af erfiðleikum því miður“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. september 2023 07:51

Sara Piana. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaxtarræktar- og athafnakonan Sara Piana hefur sótt um skilnað frá vöðvafjallinu Chris Miller.

„Ég sótti um skilnað og er það í ferli. Þetta var ekki að ganga upp, mikið af erfiðleikum því miður,“ segir hún í samtali við DV.

„Ég reyndi allt en það gengur ekki að önnur manneskjan sé að leggja allt á sig og hin ekki. Hlutum var lofað og ekki staðið við og síðan vildi hann ekki búa á Íslandi. Þetta er allavega fullreynt á minni hálfu. Hann er ekki lengur á landinu. Þetta er auðvitað mjög sorglegt en ég er ekki tilbúin að vera óhamingjusöm eftir allt sem ég er búin að þurfa ganga í gegnum.“

Sara og Chris byrjuðu saman árið 2016 og hún flutti til Íslands árið 2020. Þau hættu saman um stutt skeið en byrjuðu aftur saman. Þau gengu í það heilaga í fyrra.

Chris Miller og Sara Piana. Mynd/Instagram

Spennandi tímar fram undan

Nóg er fram undan hjá Söru sem vinnur hörðum höndum að ná markmiðum sínum í lífinu.

„Allt gengur samt vel hjá mér. Ég er á þriðja ári í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind á Bifröst. Útskrifaðist sem einkaþjálfari. Stofnaði fyrirtæki Empower With Sara, það er fyrirtæki sem hjálpar fólki að lifa sínu besta lífi í health, fitness and business. Hlakka mikið til að koma því af stað. Annars er lífið yndislegt og ekkert nema bjartir tímar framundan,“ segir hún.

Tók upp Piana nafnið aftur

Sara var áður gift vaxtaræktarmanninum Rich Piana, sem varð bráðkvaddur árið 2017. Þegar þau gengu í hjúskap tók hún upp eftirnafn hans, Piana, og hefur heitið það samkvæmt Þjóðskrá síðan. Hún breytti eftirnafni sínu í Miller á samfélagsmiðlum meðan hjónabandi hennar og Chris Miller stóð, en hefur tekið upp lagalegt nafn á ný á Instagram og Facebook.

Auk þess að vera einkaþjálfari, fyrirtækjaeigandi og háskólanemi er hún einnig vinsæll áhrifavaldur með yfir 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Áhugasamir geta fylgst með henni hér.

Sjá einnig: Sara minnist Rich Piana – „Við áttum svo margar góðar minningar en líka erfiðar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér