Sóley er IFBB fitness fyrirsæta og nýtur mikilla vinsælda á Instagram og TikTok.
Hún deildi með fylgjendum sínum, sem eru rúmlega 25 þúsund á Instagram, hvað hún borðar á einum degi „til að halda mér í formi á meðan ég bæti á mig vöðvamassa.“
„Það er svo mikilvægt að borða mikið af næringarríkum mat, sérstaklega ef þú hreyfir þig og lyftir lóðum. Ef þú hefur ekki séð neinn árangur hjá þér nýlega, skoðaðu mataræðið, svefninn þinn og vatnsdrykkju. Ég drekk um þrjá til fjóra lítra af vatni á dag,“ sagði hún.
Fitness fyrirsætan byrjar daginn á próteinríku french toast, eggjum og grænum þeyting. Hún tekur vítamín með máltíðinni.
Næst fær hún sér próteinþeyting. Síðan er það lax með avókadó, hrísgrjónum, mangó, sætum kartöflum og tómötum.
Hún endar daginn með spaghettí bolognaise og hvítlauksbrauði.
View this post on Instagram
Sóley Kristín hefur getið sér gott orð sem áhrifavaldur og fitness fyrirsæta um árabil. Hún stundar líkamsrækt af kappi og heldur úti sérstakri Instagram-síðu @soleykj.fit þar sem hún birtir myndir og myndbönd frá æfingum.
View this post on Instagram