fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fókus

Gekk um með púða í stað þess að klæðast bol

Fókus
Föstudaginn 8. september 2023 11:58

Kanye West og Bianca Censori. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski arkitektinn Bianca Censori heldur áfram að hneyksla með klæðavali sínu. Það er reyndar erfitt að segja til um hvort það sé hægt að kalla þetta „klæðaval“ þar sem arkitektinn gekk berbrjósta um með púða fyrir bringu og kvið.

Bianca hefur komist mörgum sinnum í heimsfréttirnar eftir að hún byrjaði með rapparanum Kanye West. Þau hafa verið saman síðan byrjun árs 2023 og eru sögð hafa gifst við leynilega athöfn um miðjan janúar.

Undanfarnar vikur hafa hjónin verið á ferð um Ítalíu og vakið talsverða athygli. Fataval Biöncu hefur verið á milli tannanna á fólki og margir hafa kallað eftir því að hún verði handtekin.

Sjá einnig: Vilja að eiginkona Kanye West verði handtekin fyrir ósiðlæti á almannafæri

Þau voru einnig sett í lífstíðarbann eftir ósæmilegt atvik á bát.

Parið hefur ekki látið allt umtalið stoppa sig og hafa haldið áfram að gera það sem þau gera best, klæðast furðulegum fötum og vekja athygli hvert sem þau fara.

Bianca virtist hafa slegið nýtt met í gær í einkennilegu klæðavali þegar hún gekk um götur Flórens í Ítalíu í ljósum sokkabuxum og hélt á fjólubláum kodda í stað þess að vera í bol. Úr fjarlægð leit hún út fyrir að vera nakin, aðeins með koddann til að hylja sig.

Samkvæmt vitnum sem DailyMail ræddi við, hélt Bianca koddanum þétt upp að sér allan tímann. Á meðan var Kanye í svörtu frá toppi til táar og með andlitið hulið með trefli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife