Sigga Ózk gefur út nýtt lag, endurgerð á lagi Kylie Minogue, ”Can’t Get You Out Of My Head”. Framundan hjá Siggu er ný frumsamin tónlist og spennandi ævintýri bæði hérlendis og erlendis.
“Þetta er lag sem ég ólst upp við að syngja og dansa við aðallega ein inni í herbergi fyrir framan spegilinn og ímyndaði mér að ég væri fyrir framan fullt af áhorfendum. Ég setti mitt eigið twist og því textinn er soldið ‘hopeless romantic’ sem ég hef alltaf verið þá fannst mér kúl að við bættum við setningunni ‘don’t hit me up I am dancing’ því Baldvin bjó síðan til fullkominn danskafla sem lætur manni líða eins og maður sé svífandi um í loftinu og ekkert skiptir meira máli en að dansa og njóta,“ segir Sigga Ózk.
Baldvin Hlynsson vann lagið með Siggu Ósk og Addi800 hljóðblandar.
“Ég tek Kylie Minogue til fyrirmyndar hvað varðar sýningum (e. performances) og söngstíl en margir hafa líkt okkur saman þó ég sjái það ekki, en það er algjör heiður. Þetta lag er tímalaust og allir kunna að syngja lalala! Einnig er planið að setja tærnar í djúpu laugina og láta reyna á erlenda markaðinn þannig mér finnst tilvalið að byrja á einu cover lagi áður en ég stekk út í vatnið!” segir hún.
Hlustaðu á lagið hér að neðan.