Christine Baumgartner, fyrrverandi eiginkona leikarans Kevin Costner hefur verið dæmd til að greiða lögfræðikostnað Costner. Hjónin fyrrverandi hafa staðið í ströngu með lögmönnum fyrir dómi þar sem tölur hafa flogið á milli á víxl yfir hvað Costner eigi að greiða fyrrverandi í framfærslu hennar og þriggja barna þeirra.
Síðustu vendingar í málinu eru þær að dómari hefur dæmt Baumgartner til að greiða lögfræðikostnað leikarans.
Costner hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu ár í sjónvarpsþáttaröðunum Yellowstone, hann hefur fengið vel greitt fyrir hlutverk sitt, en nú er þáttaröðinni lokið og sagði Costner fyrir dómi að hann vildi ekki að stjarnfræðilega háar framfærslugreiðslur hefðu það í för með sér að hann yrði neyddur til að vinna að verkefnum sem hann vildi ekki taka þátt í.
„Ég vil hjálpa en tilhugsunin um að fjárhæðina blása svo upp að ég geti ekki unnið að því sem ég vil gera er ómöguleg. Af einhverri ástæðu þá gekk hjónaband okkar ekki upp og ég segi fyrirgefðu hvað það varðar,“ segir Costner sem segir skilnaðinn hafa reynt mjög á hann.
„Það eru nokkrar skyldur sem ég get ekki hlaupið frá. Það sem ég þarf aðallega að gera er að finna út hvernig ég get varið meiri tíma með börnunum og hjálpað þeim að komast í gegnum þetta og einnig þarf ég að verja smá tíma með sjálfum mér.“
Baumgartner hafði áður fengið 129 þúsund dollara dæmda á mánuði í meðlag, en fór fram á að greiðslan yrði hækkuð í 161 þúsund dollara mánaðarlega. Eftir tveggja daga málsmeðferð lækkaði dómari fjárhæðina í 63 þúsund dollara mánaðarlega og sagði beiðni Baumcartner vera umfram það sem börn hjónanna þyrftu á að halda.
Lögfræðingateymi Baumgartner hélt því fram að fasteign sem hún leigir fyrir 40 þúsund dollara á mánuði væri ekki sambærileg við 73 milljón dala heimili Costner við ströndina. Sögðu lögfræðingarnar að börnin ættu frekar að dvelja í fasteign við ströndina sem Baumcartner vonast til að geta leigt fyrir 150 þúsund dollara á mánuði.
Sögðu lögfræðingar Baumcartner að núverandi heimili hennar væri ekki með sjávarútsýni, og fæli það í sér skerðingu lífskjara sé litið til fyrra heimilis hennar. Dómarinn féllst hins vegar ekki á kröfurnar og ákvað að dæma Costner í vil.
Þar sem Baumcartner tapaði málinu þarf hún einnig að greiða lögfræðikostnað Costner, sem er rúmlega 14 þúsund dalir.
Baumgartner neitaði að svara spurningum frá lögfræðiteymi Costner og hefur verið skipað að svara þeim fyrir 22. september.
Costner sagði í viðtali við Fox að þó að hann hefði unnið málið hvað meðlagið varðar þá liti hann ekki á það sem sigur. „Þú veist, þegar þú átt svona langt líf með einhverjum, þá er enginn sigurvegari. Þú veist lífið gerist og það getur breyst á svipstundu. Eina mínútu líður þér eins og þú sért á toppi heimsins og síðan áttar þú þig á því hversu viðkvæmur þú ert.“
Baumgartner segir að hún muni líklega þurfa aftur á vinnumarkaðinn til að gera staðið skil á greiðslunum.