Leikarinn Al Pacino, 83 ára, og Noor Alfallah, 29 ára, eru hætt saman. Hún fer fram á fullt forræði yfir þriggja mánaða gömlum syni þeirra, Roman.
Samkvæmt dómskjölum, sem The Blast hefur undir höndum, óskaði Alfallah eftir fullu forræði en að Pacino myndi fá „skynsamlegan umgengnisrétt“.
Hvorugt þeirra hefur tjáð sig opinberlega um málið.
Fyrir á Pacino þrjú börn, Julie, 33 ára, og tvíburana Oliviu og Anton, 22 ára.
Alfallah er kvikmyndaframleiðandi og var áður í sambandi með tónlistarmanninum Mick Jagger þegar hún var 22 ára og hann 74 ára, og milljarðamæringnum Nicolas Berggruen, 60 ára.
Pacino og Alfallah eru sögð hafa byrjað að slá sér upp í kringum Covid-faraldurinn en þau héldu sambandinu að mestu úr sviðsljósinu.