fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Eurovision stjarna í vanda – „Hún kemur heim til mín um miðjar nætur“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. september 2023 20:00

Rybak greindi frá eltihrellunum í stuttri myndbandsfærslu á samfélagsmiðlum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska Eurovision stjarnan Alexander Rybak stendur nú í málaferlum gegn konu sem áreitir hann stanslaust og kemur heim til hans á næturnar. Rybak er einnig að kljást við nafnlausan eltihrelli á netinu sem áreitir allar konur sem hann þekkir.

„Ég verð að vera hreinskilinn við ykkur. Þetta ár átti að snúast um að gera nýja tónlist og skipuleggja tónleikaferðalag,“ segir Rybak í stuttri myndbandsfærslu sem hann birtir á samfélagsmiðlasíðum sínum. „Ég er með eltihrelli í Los Angeles. Hún hefur áreitt mig á hverjum í langan tíma. Hún kemur heim til mín um miðjar nætur.“

Í samtali við blaðið Se & Hør segir Rybak að mikill tími hafi undanfarið farið í málsóknir og skriffinsku þeim tengdum. Þetta hafi ekki verið það sem hann hafi séð fyrir sér að vera að gera núna.

Glímt við þunglyndi og svefntruflanir

Alexander Rybak er 37 ára gamall, fæddur í borginni Minsk í Hvíta Rússlandi. Eins og flestir muna vann hann Eurovision keppnina árið 2009 í Moskvu með fáheyrðum yfirburðum, hlaut 387 stig. En þar söng hann þjóðlagaskotna popplagið „Fairytale“ og lék á fiðlu af stakri snilld.

@alexrybakofficial Many of you have wondered why I am so quiet this year, well it’s mainly because of people who have invaded my life. I don’t want to tell you too much, but in between court hearings and police investigations I just need to SHARE this with you. ❤️‍🩹 This has not been the easiest year for me and my friends, and honestly sometimes I just want to move to the forest and live a private life. But because of you, I remember how much I love making music. 🙏🏼 I can’t let stalkers win, this is my talent and my life. THANKS FOR YOUR SUPPORT!🌹 #stalker #eurovision #fairytale #alexanderrybak #crazyfan ♬ original sound – Alexander Rybak

Íslendingum er þessi keppni sérstaklega minnisstæði því að í öðru sæti, með 218 stig, hafnaði Jóhanna Guðrún Jónsdóttir með lagið „Is it True?“

 

Rybak hefur reglulega komið fram á Eurovision tengdum viðburðum síðan þá en frægð hans hefur þó ekki náð langt fyrir utan Norðurlöndin og austur Evrópu.

Undanfarin ár hefur Rybak ekki verið í sviðsljósinu. Hann hefur glímt við ýmis heilsufars vandamál, svo sem þunglyndi og svefntruflanir og hefur farið í meðferð vegna lyfjanotkunar.

Hrellir allar konur sem hann þekkir

Fyrir þremur árum flutti hann til Bandaríkjanna til að fara í tónlistarnám og fyrir ári keypti hann sér hús í Los Angeles borg. Ætlaði hann að komast aftur í sviðsljósið á þessu ári. En fyrir tónlist, ekki eltihrella.

„Ofan á þetta allt er önnur manneskja á netinu, sem lætur ekki nafns síns getið, sem áreitir allar konur sem ég fylgi á Instagram,“ segir Rybak í myndbandinu. „Það skiptir ekki máli hvort það séu konur sem ég vinn með, konur sem ég hef verið í sambandi með eða aðdáendur mínir.“

Ef þær eigi eina ljósmynd af sér með Rybak skrifi þessi ónefnda manneskja illkvittnar athugasemdir um konurnar á hverjum degi.

„Þetta er það sem ég þarf að þola á meðan ég er að reyna að einbeita mér að tónlist. Takk fyrir stuðninginn,“ segir Rybak að lokum.

Hringdi 70 sinnum á dag

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Rybak greinir frá eltihrelli. Árið 2013 sagði hann frá konu sem áreitti hann í þrjú ár.

„Þegar kona hringir í mig 60 til 70 sinnum á dag þá er það óþægilegt,“ sagði Rybak í sjónvarpsviðtali hjá rússnesku stöðinni KP.

„Ég reyni að vera sterkur maður. Ég veit að ég valdi þetta líf sjálfur og að þessi bransi hafi ýmsar hliðar. Ég kvarta ekki yfir því. En þegar hún var farin að hringja í mömmu mína og pabba og eyðileggja fyrir vinum mínum þá skammaðist ég mín því að þau völdu ekki þetta líf.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“