fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Einar er stoltur af endurkomu Nylon – „Mér líður eins og Nylon afa, mæti í afmælið en þarf ekki að halda það“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. september 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er nefnilega alveg búinn að greina mína líðan með þetta. Mér finnst þetta frábært, mér líður eins og afa en ekki Nylon pabba í þessari umferð,“ segir Einar Bárðarson og skellihlær, þegar stelpurnar í Nylon spyrja hann hvernig honum líði með endurkomu þeirra. Á blómatíma Nylon flokksins var hann oft kallaður Nylon pabbi. “Nú er mér boðið í afmælin ég þarf ekki að halda þau,” segir hann máli sínu til stuðnings.

Þar vísar Einar til þess að stelpurnar eru í dag meðal fremstu lagahöfunda og umboðsmanna landsins og þurfi lítið á hans aðstoð að halda. Hann hafi kennt þeim allt sem hann kunni og í dag séu þær að gera hlutina betur en hann hefði þorað að vona sjálfur fyrir þeirra hönd.

“Þannig að fyrir mér er það bara einstök tilfinning að fá að fylgjast með ykkur framkvæma þetta svona fagmannlega. Fá bara að dást að ykkur úr fjarlægð, en eins og ég segi, ég fæ að koma í afmælið en þarf ekki að halda það.”

Sjá einnig: Grátandi á æfingum í nostalgíukasti – „Sumt fólk elskaði að hata okkur“

Nylon stelpurnar rifja upp minningar af gullárum Nylon í hlaðvarpsþætti Einars, Einmitt. Útkoman er stórskemmtileg sögustund með þeim þar sem þau þvælast á milli minninganna allt frá prufunum vorið 2004 að endalausum ferðum þeirra um Bretlandseyjar.

Eins og margir vita stofnaði Einar til áheyrnaprófa árið 2004 og úr varð Nylon flokkurinn og restina af þeirri sögu þekkja flestir landsmenn. Á Tónaflóði Rásar 2 á menningarnótt 19. ágúst komu stelpurnar óvænt saman aftur en þær höfðu ekki gert það síðan á fyrri hluta ársins 2008 þegar Emilía Björg Óskarsdóttir kvaddi samstarfið.

Um fátt meira talað en Nylon síðustu vikur

Það er skemmst frá því að segja að um fátt var meira rætt í kjölfar Menningarnætur en þessa óvæntu endurkomu Nylon flokksins og lög flokksins, bæði eitt glænýtt og þau eldri, eru nú sjáanleg á spilanalistum útvarpsstöðvanna og spilunarlistum Spotify.

Kvaddi stelpur en hitti konur í sumar

Þá nefnir Einar það líka að þegar hann hitti stelpurnar fjórar saman aftur á æfingu rétt fyrir tónleikana hafi hann áttað sig á því þá hvað þær hefðu þroskast mikið sem listakonur, fagmenn og einstaklingar. “Ég fann það svo sterkt á æfingunni, hafandi ekki verið með ykkur í sama herbergi í næstum 16 ár að þegar ég var síðast í herbergi með ykkur öllum voruð þið stelpur en á þessari æfingu var ég með konum á æfingu.”

Einar er ekki spar á lofið á þessar fyrrum samstarfskonur sínar og það má greina mikla virðingu og kærleika á milli þeirra í þessu samtali. Nylon stúlkurnar vildu þó ekkert segja um næstu skref eða yfirhöfuð gefa til kynna að það séu næstu skref en hlusta má á stórskemmtilegt samtal þeirra í Einmitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“