fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

„Þig langar meira að hreinsa upp hárin úr niðurfallinu en að halda áfram að spjalla“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. september 2023 17:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sínum nýjasta pistli á Facebook um samviskubitsvæðingu, það er þegar aðrir þvinga þig til að gera eitthvað með því að planta samviskubiti og sektarkennd hjá þér. Í pistlinum fjallar Ragga um símann og notkun hans.

„Ef að fyrsta setningin þegar einhver svarar símanum er samviskubitsvæðing þá setur það ömurlega úldinn og niðurdrepandi tón strax í upphafi samtals. Pirringurinn hríslast niður hryggjarsúluna. Þig langar meira að hreinsa upp hárin úr niðurfallinu en að halda áfram að spjalla, “ segir Ragga.

„Samviskubitsvæðing er að þvinga þig til að gera eitthvað með því að planta samviskubiti og sektarkennd hjá þér. Í þessu tilfelli að hafa oftar samband.“

Ragga segir orð eins og ALLTAF og ALDREI algeng vopn í samviskubitsvæðingu.

„Það er ALDREI hægt að ná í þig. Ég er ALLTAF að reyna að hringja.“

Segir hún þessa aðferð hafa þveröfug áhrif.

„Löngunin til að heyrast mælist í nanóöreindum þegar við samviskan er löðruð í sektarkennd.

Óheilbrigð samskiptamynstur eru eins og arfi sem fær að vaxa óáreittur í samböndum og með tímanum breiðir úr sér og verður meiriháttar vandamál ef þetta mynstur er ekki reytt upp með rótum strax og það skýtur upp kollinum.

Mynd: Ragga nagli

Hvernig eru uppbyggileg samskipti?

Ragga bendir á að uppbyggileg samskipti eru setningar eins og:

„Ég myndi vilja…..“

„Mig langar…“

„Ég vil biðja þig að…. „

Ragga bendir á að orðin sem við notum í samskiptum skipta öllu máli í því hvort við eigum uppbyggileg samskipti, hvernig við vinnum saman og hvernig andrúmsloft við sköpum. Þess vegna séu heilbrigð samskipti mun áhrifaríkari þar sem við erum opin og einlæg um að langa að heyrast oftar frekar en að vera passive-aggressive.

„Mig langar mikið að heyrast oftar“

Og bjóða svo viðkomandi inn í lausnamiðað samtal: „Hvernig getum við bætt úr því að heyrast oftar?“

Að sýna skilning að aðrir hafa mögulega nóg á sinni könnu og geta ekki alltaf svarað.

Að virða mörk annarra um að vera ekki alltaf ínáanleg, og þurfa stundum að vera utan þjónustusvæðis til að hlaða andlega batteríið. Að koma með jákvæðar og uppbyggjandi athugasemdir sem stuðlar mun frekar að meiri samskiptum.

Manstu eftir landsímanum?

„Þau sem eru nógu gömul til að muna eftir gamla góða landlínusímanum þar sem þú hringdir heim til fólks og annað hvort var einhver heima og svaraði, eða það hringdi bara út. Þú hafðir enga aðra möguleika að ná í viðkomandi. Og við sættum okkur bara við það. En í nútímasamfélagi virðist það vera orðin sjálfsögð krafa að svara á núlleinni.

Í öllum hávaðanum og áreitinu frá samfélagsmiðlum, öppum, netmiðlum, sjónvarpi og öldum ljósvakans er nauðsynlegt að taka úr sambandi af og til…. Í augnablikinu getur verið slökkt á farsímanum, hann utan þjónustusvæðis eða allar rásir uppteknar.

Gjörið svo vel og reynið síðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja