fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fókus

Staðfestu orðróminn með fyrsta opinbera stefnumótinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 5. september 2023 10:04

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í marga mánuði hafa aðdáendur velt fyrir sér hvort raunveruleikastjarnan Kylie Jenner og leikarinn Timothée séu að slá sér upp saman. Fyrstu sögusagnir fóru á kreik í apríl og hafa paparazzi ljósmyndarar örsjaldan náð myndum af þeim yfirgefa heimili hvors annars, þeim hefur bara einu sinni tekist að ná myndum af þeim saman, og það úr mikilli fjarlægð.

Timothée Chalamet og Kylie Jenner. Myndir/Getty

Kylie, 26 ára, og Timothée, 27 ára, eru sögð hafa byrjað að slá sér upp saman í janúar en hafa farið mjög leynt með samband sitt og haldið sig alfarið frá sviðsljósinu.

Það kom því aðdáendum verulega á óvart þegar þau mættu saman á tónleika Beyoncé í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem þau sjást opinberlega saman.

Það er óhætt að segja að aðdáendur hafi brugðist hart við fyrstu fregnum af sambandi Kylie og Timothée. Aðdáendur leikarans skrifuðu athugasemdir á Instagram-síðu hans og grátbáðu hann um að falla ekki fyrir „Kardashian/Jenner bölvuninni.“

Chalamet var áður í sambandi með leikkonunni og fyrirsætunni Lily-Rose Depp og Lourdes Leon, dóttur Madonnu.

Kylie Jenner sleit sambandi sínu við barnsföður sinn, Travis Scott, í desember í fyrra. Saman eiga þau tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drakk aðeins próteindrykki í 7 daga – Áhrifin komu honum í opna skjöldu

Drakk aðeins próteindrykki í 7 daga – Áhrifin komu honum í opna skjöldu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“