Leikarinn Paul Rudd er einn fjölmargra leikara sem kom fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttunum Friends. Það kemur kannski á óvart, en Rudd græðir ekkert á hlutverki sínu, fyrir utan upphaflega launagreiðslu, þrátt fyrir að vera í miklu uppáhaldi aðdáenda þáttanna.
Í þáttunum brá Rudd sér í hlutverk Mike Hannigan eiginmanns eins vinanna, Phoebe Buffay (leikin af Lisu Kudrow). Hannigan var kynntur til sögunnar í níundu þáttaröðinni þar sem hann stígur inn sem varaskeifa á stefnumóti með Phoebe, þar sem Joey (leikinn af Matt LeBlanc) gleymdi að skipuleggja stefnumótið. Mike og Phoebe falla hins vegar fyrir hvort öðru og ástin kviknar.
Mike vill hins vegar ekki gifta sig, þannig að leiðir þeirra skilja allt þar til hann kemur í veg fyrir að Mike David (leikinn af Hank Azaria) biður um hönd Phoebe. Fyrri Mike (leikinn af Paul Rudd) og Phoebe gifta sig síðan á götunni fyrir utan kaffihús vinanna, Central Perk. Síðasta innkoma Rudd í Friends er í þættinum The Last One, Part 1.
Algeng spurning meðal netverja er hvort Rudd fái enn greiðslur vegna þáttanna (e. royalties).
Á blaðamannafundi fyrir kvikmyndina Ant-Man and the Wasp: Quantumania fyrr á þessu ári fékk Rudd fyrrnefnda spurningu.
„Ég held ég sé ekki að fá slíkar greiðslur, “ svaraði hann.
„Kemur það fólki við? Er þetta ekki spurning um persónuleg fjármál hans?“ sagði leikarinn Jonathan Majors sem sat fyrir svörum með Rudd vegna kviknyndarinnar.
„Ég held ég hafi ekki fengið slíka greiðslu,“ ítrekaði Rudd.
Þrátt fyrir að Friends hlutverkið skili ekki reglulegum greiðslum í kassann þá þarf Rudd ekki að kvarta yfir innistæðunni á bankareikningum. Samkvæmt Celebrity Net Worth þá er hann talinn með nettóandvirði upp á 70 milljónir dala.