fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fókus

Kanye West og eiginkonan sett í lífsstíðarbann eftir ósæmilegt atvik á bát

Fókus
Mánudaginn 4. september 2023 11:59

Myndir/Backgrid/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West og ástralski arkitektinn Bianca Censori eru komin á bannlista bátafyrirtækis í Feneyjum.

Venezia Turismo Motoscafi, sá sem leigði þeim bátinn, sagði í samtali við Daily Mail að rapparinn og eiginkona hans væru ekki lengur velkomin á bátana þeirra og um væri að ræða lífstíðarbann. Ástæðan fyrir banninu er hegðun hjónanna á bát fyrirtækisins í síðustu viku, sérstaklega rapparans sem beraði afturendann.

Myndir af þeim í bátsferðinni fóru eins og eldur í sinu um netheima. Netverjar töldu myndirnar sýna Biöncu veita Kanye munnmök. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um málið.

Sjá einnig: Dauðskammast sín vegna hegðunar Kanye og eiginkonunnar

Heimsókn Kanye, 46 ára, og Biöncu, 28 ára, til Ítalíu í síðustu viku fór ekki framhjá neinum.

Klæðaburður hjónanna, þá aðallega hennar, vakti talsverða athygli, og reiði, þar sem Ítalía er mjög íhaldssöm og kaþólsk þjóð. Það var kallað eftir því að Bianca yrði handtekin fyrir að særa blygðunarsemi en hún klæddist litlu öðru en gegnsæjum sokkabuxum og litlum toppum í ferðalaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí