Mömmuáhrifavaldurinn Ruby Franke, sem er hvað þekktust fyrir að deila harkalegum uppeldisaðferðum og fjölskyldulífi sínu á YouTube, var handtekin í síðustu viku eftir að syni hennar tókst að flýja heimili viðskiptafélaga hennar, Jodi Hildebrandt, í Utah. Drengurinn var vannærður og með taulímband yfir ökkla og úlnliði. Lögreglan fann einnig tíu ára dóttur Ruby á heimilinu og var hún einnig flutt á sjúkrahús sökum ástands síns. BBC greinir frá.
Sjá einnig: Mömmuáhrifavaldur handtekin eftir að „grindhoruðu“ barni tókst að flýja með límband og áverka á útlimum
Ruby Franke hefur verið mjög umdeild persóna á YouTube í mörg ár. Hún stofnaði rásina 8 Passengers með eiginmanni sínum, Kevin Franke, árið 2015. Myndböndin fjölluðu um kristilegar uppeldisaðferðir þeirra og líf þeirra og barnanna þeirra sex: Shari, Chad, Abby, Julie, Russel og Eve. Börnin gengu ekki í skóla heldur voru í heimanámi.
Áhorfendur hafa sakað Ruby Franke um að beita börnin sín ofbeldi í mörg ár. Eftir handtökuna fóru gömul myndbönd Ruby aftur í dreifingu og hafa vakið mikinn óhug meðal netverja.
@got2bviral So glad justice is being served🥺 #rubyfranke #8passengersruby #sharifranke #rubydoo #familyvloggers #utahvloggers #familyvloggers #8passengers #rubyarrested ♬ cry – ✿
Í þeim má sjá Ruby hóta börnunum sínum, neita að gefa þeim morgunmat nema þau myndu fyrst klára öll húsverkin og viðurkenna hlæjandi að hún væri að svelta þau, hlæja á meðan hún hótar að taka rúm barnanna sinna í burtu (sem hún seinna gerði). Í mörgum myndböndum öskrar hún á börnin sín, þau báðu hana margoft um að hætta að taka upp, sem hún gerði ekki. Hún birti myndbönd af persónulegum stundum barnanna sinna, eins og þegar dóttir hennar var að raka sig í fyrsta skipti. Hún greindi einnig frá því hvernig hún væri að refsa börnunum sínum og fyrir hvað, eins og hvernig hún lét dóttur sína sofa á baðherbergisgólfinu eftir að hún pissaði undir. Eða þegar sonur hennar þurfti að sofa á grjónapúða í marga mánuði vegna „hegðunarvanda“ eða þegar dóttir hennar gleymdi nestinu sínu heima og Ruby neitaði að koma með það í skólann og sagðist vona að enginn myndi gefa henni að borða og að stúlkan myndi fá að svelta, svo hún myndi læra þá lexíu að gleyma ekki nestinu. Stúlkan var þá sex ára.
Málið hefur vakinn mikinn óhug, sérstaklega í ljósi þess að Ruby Franke beitti börnin sín ofbeldi fyrir framan alla, deildi því með milljónum manna á netinu og hlaut frægð og frama í kjölfarið.
@julielouise1975 Some clips of Ruby Franke from her 8 passengers vlog showing why people found her very controversial. ##8passengers##rubyfranke##kevinfranke##rubyfrankearrested##8passengers_chad##sharifranke ♬ original sound – Julie
Elsta dóttir Ruby, Shari, birti yfirlýsingu vegna handtöku móður sinnar í síðustu viku og sagði: „Loksins.“
„Þetta var stór dagur. Við fjölskyldan erum ánægð með að réttlætið hafi náð fram að ganga. Við höfum reynt að segja lögreglu og barnavernd frá þessu í mörg ár og erum ánægð að það var loksins eitthvað gert í þessu.“
@julielouise1975 Let’s take a look at some more clips of how Ruby Franke treated her children. #8passengers #rubyfranke #kevinfranke #rubyfrankearrest #chadfranke #sharifranke ♬ original sound – Julie