fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

Frakkland í fókus RIFF

Fókus
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 10:45

Franska heimildarmyndin 2023 Tell me Iggy verður meðal þeirra kvikmynda sem sýnd verður á RIFF í ár þegar hátiðin beinir sjónum sínum sérstaklega að Frakklandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, segir að hátíðin nálgist nú óðfluga en hátíðin verður sett í Háskólabíói þann 28. september og stendur til 08. október. Á hverju ári velur hátíðin eitt land sem gefin er sérstakur gaumur og er það Frakkland sem orðið hefur fyrir valinu þetta árið.

Á hátíðinni verður sýndur fjöldi nýrra kvikmynda m.a. frá kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr á þessu ári og heimsþekktir franskir gestir eru  sagðir væntanlegir til landsins af þessu tilefni. Franskur fókus á RIFF í ár mun vera styrktur af Sendiráði Frakklands á Íslandi og UniFrance.

Í tilkynningunni segir að það sé sagt að franskan sé tungumál ástarinnar og sé það augljóst í þeim myndum sem sýndar verði frá þessu „seiðandi Evrópulandi“ en ástríður séu allsráðandi í þeim viðfangsefnum sem þær fjalli um. Einnig kemur fram að með franska kvikmyndagerð í brennidepli á RIFF þetta árið sé áhorfendum boðið upp á rjómann af fjölbreyttum og áhugaverðumfrönskum kvikmyndum og stuttmyndum samtímans.

Frönsk kvikmyndagerð

Í tilkynningunni segir um sögu franskrar kvikmyndagerðar:

„Frakkar eiga sér ríkulega sögu af kvikmyndagerð og hafa í gegnum tíðina skapað mörg af hinum klassísku verkum kvikmyndasögunnar. Það voru bræðurnir Auguste og Louis Lumière sem sýndu fyrstu kvikmynd sögunnar „L’Arrivée d’un train en gare de La Ciotat“ en hún er talin marka upphaf nútíma kvikmyndagerðarlistar.“

„Þá hefur Frakkland alið af sér marga merkustu kvikmyndagerðarmenn og konur sögunnar. Má þar meðal annars nefna Georges Méliès, Jean-Luc Godard, François Truffaut, Agnès Varda, Brigitte Bardot og Gérard Depardieu svo örfá nöfn séu nefnd.“

„Franska nýbylgjan eða „Nouvelle Vague“ sem hófst seint á sjötta áratug síðustu aldar var með mikilvægustu kvikmyndahreyfingum sögunnar en með henni þótti fyrst sannað að hægt væri að sameina vinsældir og listrænt vægi í kvikmyndaforminu.“

„Það má því með sanni segja að kvikmyndagerð sé einskonar þjóðaríþrótt í Frakklandi en nefna má að engin borg í heiminum hefur eins mörg kvikmyndahús per íbúa og París og sýna flest kvikmyndahús listrænar myndir samhliða vinsælli myndum.“

„Kvikmyndaiðnaður landsins hefur ekki sýnt nein ummerki um að vera að hægja á sér en Frakkar eru í þriðja sæti í heiminum yfir útfluttar myndir á hverju ári.“

Franskt úrval

Í tilkynningunni kemur fram að sýndar verði fjöldamargar nýjar og spennandi myndir frá Frakklandi þetta árið en valið hafo verið af kostgæfni til að velja það ferskasta og frumlegasta sem landið hefur upp á að bjóða.

Þær myndir sem sýndar verða í flokknum „Frakkland í Fókus“ eru eftirfarandi.

MARINETTE eftir Virginie Verrie

Marinette Pichon er frumkvöðull í franskri kvennaknattspyrnu og myndin segir frábaráttu hennar fyrir réttindum kvenna í íþróttum. Leiðin er uppfull af hindrunum, allt frá æsku sem er lituð af alkóhólískum og ofbeldisfullum föður til þeirrar þungu byrði að koma út úr skápnum á tímum þar sem hinsegin réttindi eru vart til. Kvikmynd sem fjallar um þá þrautagöngu sem margar konur þekkja úr heimi atvinnu íþrótta og hefur sjaldan eða aldrei verið eins viðeigandi.

ORLANDO, MY POLITICAL BIOGRAPHY (A DIFFERENT TOMORROW) eftir Paul B. Preciado

Frönsk heimildarmynd í leikstjórn Paul B. Preciado. Leikstjórinn kallar saman 26 einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að vera kynsegin eða með óskilgreint kyn. Tilgangurinn er að kalla fram Orlando, titilpersónu skáldsögunnar Orlando: A Biography eftir Virginiu Woolf þar sem persóna bókarinnar skiptir um kyn um miðbik bókarinnar. Sláandi og opinská ádeila á það hvernig kyn fólks hefur orðið að pólitískri umræðu. Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlin og var þar tilnefnd sem besta myndin í flokki heimildarmynda.

 

Goldman Réttarhöldin // Le Procès Goldman eftir Cédric Kahn

Öfga-vinstri baráttumaðurinn Goldman á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir fjögur vopnuð rán, þar af eitt sem leiddi til dauða tveggja kvenna. Goldman kveðst vera saklaus og á aðeins nokkrum vikum er hann hylltur sem hetja vinstrisins. En áður en langt um líður tekur sambandið á milli Goldman og lögmanns hans, hins unga Georges Kiejman, að trosna í sundur.

L’ÉTÉ DERNIER eftir Catherine Breillat

Hæfileikaríki lögfræðingurinn Anne, lifir í sátt og samlyndi með eiginmanni sínum Pierre og sex og átta ára dætrum þeirra í húsi í hæðum Parísar. Dag einn flytur Theo, 17 ára gamall sonur Pierre frá fyrra hjónabandi, inn til þeirra. Anne heillast af Theo og smám saman myndast ástríðufullt samband þeirra á milli, sem stofnar ferli hennar og fjölskyldulífi í hættu.

THE (EX)PERIENCE OF LOVE eftir Ann Sirot & Raphaël Balboni

Rémy og Sandra geta ekki eignast barn þar sem þau þjást af „Fortíðarástar heilkenninu“. Það er aðeins ein lækning: að stunda kynlíf einu sinni enn með öllum sínum fyrrverandi elskhugum.

Líklegar til vinsælda

Í tilkynningunni er tiltekin sérstaklega nefnd myndin THE POT-AU-FEU eftir Hùng Tran Anh sem verður til sýningar á RIFF. Hún var tilnefnd til Gullpálmans á kvikmyndaverðlaunahátíðinni í Cannes og vann leikstjórinn verðlaun sem besti leikstjóri hátíðarinnar.

Myndin gerist árið 1885 og fjallar um hina óviðjafnanlegu matreiðslukonu Eugenie, sem leikin er af Juliette Binoche. Eugenie hefur unnið fyrir sælkerann Dodin síðastliðin tuttugu ár. Með tímanum breytist matargerðarlist og gagnkvæm aðdáun yfir í rómantískt samband. Samband þeirra verður uppspretta rétta sem gera jafnvel frægustu kokka heims agndofa. En Eugenie vill halda frelsi sínu og hefur aldrei viljað giftast Dodin. Svo hann ákveður að gera eitthvað sem hann hefur aldrei áður gert: að elda fyrir hana.

Í tilkynningunni er einnig tiltekin sérstaklega heimildarmyndin TELL ME IGGY eftir Sophie Blondy.

Myndin er persónuleg heimildarmynd um rokkgoðsögnina Iggy Pop sem tekin var upp í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir Canal+. Myndin býður áhorfendum að stíga í fótspor 76 ára listamannsins, sem er enn að koma fram út um allan heim, með viðtölum við vini hans og samstarfsmenn á borð við John Waters, Johnny Depp, Debbie Harry og Blondie, Denis Lavant, Pierre & Gilles og framleiðanda hans Alain Lahana.

Franskir gestir á RIFF 2023

Í tilkynningunni segir að lokum að fjöldinn allur af góðum gestum muni taka þátt í RIFF þetta árið frá Frakklandi og megi þar meðal annars nefna leikstjórann Virgine Verrier sem leikstýrði kvikmyndinni „Marinette“ sem verður til sýningar á RIFF þetta árið. Þetta er önnur mynd Verrier í fullri lengd en áður leikstýrði hún myndinni „À 2 heures de Paris“ eða „Tvo tíma frá París“.

Þá muni einnig hin þekkta leikkkona og leikstjóri Sophie Blondy heiðra RIFF með nærveru sinni en hún fylgir eftir mynd sinni „Tell me Iggy“. .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu