Hjónin Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir dagskrárgerðarkona á RÚV og Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur leigja einbýlishús sitt í vesturbænum í Reykjavík út á Airbnb, en hjónin keyptu húsið árið 2013. Smartland greinir frá.
Húsið skiptist í eldhús, borðstofu, stofu með aðgengi út á svalir og baðherbergi á neðri hæð, og þrjú svefnherbergi og baðherbergi á efri hæð.
Húsið er í boði fyrir hámark fimm gesti og lágmarksleigutími er fimm nætur. Nóttin kostar 450 dali, auk þrifgjalds 100 dalir og þjónustugjalds Airbnb 411 dalir. Fimm nótta gisting kostar því 2.761 dali eða tæpar 365 þúsund krónur.
Nánari upplýsingar um eignina má sjá hér.
Hjónin keyptu í vor ásamt vinahjónum sínum verslanirnar DUXIANA og Gegnum glerið, sem báðar eru staðsettar við Ármúla í Reykjavík.
Sjá einnig: Nýtt verkefni Ragnhildar Steinunnar