fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Kanye West beraði bossann í Feneyjum – Sögulegur „plömmer“

Fókus
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 08:23

Kanye West hefur ekki gengist við því að senda hugskeytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanye West og eiginkona hans Bianca Censori hafa gert stórreist um Ítalíu undanfarna viku og hefur hegðun þeirra vakið mikla athygli. Þannig fjölluðu erlendir miðlar um að ákall væri um að Bianca yrði handtekin fyrir ósiðsamlegt athæfi því hún klæddist fötum sem skildu lítið eftir fyrir ímyndunaraflið og þá sérstaklega gegnsæjum sokkabuxum. Ítölsk lög kveða á um að hver sá sem særir blygðunarsemi annarra eða berar sig nálægt börnum geti hlotið dóm og töldu sumir að Bianca væri að brjóta þau.

Kanye henti í rosalegan „plömmer“

Parið fór  rómantíska siglingu í Feneyjum í gær en þar tók ekki betra við því Kanye West hefur vakið heimsathygli fyrir einn sögulegasta „plömmer“ seinni tíma. Svo virtist sem poppstjarnan hafi ekki klæðst nærbuxum og því blasti afturendi hans við, hverjum sem á vildi horfa, í hvert sinn sem hann bugtaði sig og beygði um borð í bátnum.

Ljóst er að hjónin eru ekki að slá í gegn á Ítalíu og valda hneykslan hvert sem þau koma. Samband þeirra er frekar nýtt af nálinni en þau kynntust þegar Bianca, sem er ástralskur arkitekt, hóf störf fyrir Yeezy, fyrirtæki Kanye, árið 2020. Ástarsamband þeirra hófst svo í byrju árs og er talið að þau hafi gifst sig við leynilega athöfn um miðjan janúar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024