Kristín Eva Geirsdóttir lögfræðingur og Sverrir Bergmann Magnússon tónlistarmaður giftu sig í gær.
Parið kynntist í febrúar árið 2018 þegar Sverrir sendi Krístinu Evu vinabeiðni á Facebook. Þau ákváðu að hittast og fara saman á rúntinn. Daginn eftir varð bíll Kristínar rafmagnslaus og Sverrir kom henni til bjargar. Eftir það hefur parið verið óaðskiljanlegt, í febrúar 2020 fæddist dóttirin Ásta Bertha og ári síðar dóttirin Sunna Stella.
Kristín Eva hefur starfað sem sérfræðingur í flugöryggis- og flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli. Hún bjó í nokkur ár í Katar, þar sem hún starfaði sem flugfreyja hjá Qatar Airways og einnig sem lögfræðingur, en hún er með meistarapróf í flug- og geimrétti.
Sverrir er landsmönnum að góðu kunnur sem tónlistarmaður, í byrjun árs 2021 hóf hann störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann á Ásbrú og situr Sverrir sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Í færslu á Facebook þakkar Auðunn Blöndal fjölmiðlamaður hjónunum fyrir „skemmtilegasta brúðkaup allra tíma! Fékk tvö rándýra leynigesti til að hjálpa mér með lagið okkar Svessa, sem vonandi núna er orðið lagið þeirra.“ Í myndbandi sem fylgir með má sjá að Auðunn fékk bræðurna og tónlistarmennina Friðrik Dór og Jón Jónssyni með sér á svið til að flytja lag Lonestar Amazed.