fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fókus

Þrautaganga Þórunnar Antoníu á enda – „Ég er komin með íbúð!“

Fókus
Laugardaginn 26. ágúst 2023 15:59

Þórunn Antonía. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er komin með íbúð.

Síðastliðið ár hefur söngkonan glímt við mikinn húsnæðisvanda og reglulega auglýst eftir leiguhúsnæði í Vesturbænum í Reykjavík, þar sem börnin hennar ganga í skóla.

Upphafið á erfiðleikunum má rekja til myglu sem fannst í fyrri leiguíbúð þeirra og orsakaði mikil veikindi hjá fjölskyldunni.

„Eftir árangurslausa íbúðarleit komum við aftur á hótel. Öll buguð af þreytu en hér er engin mygla eða sterkar ilmefnalyktir sem fara illa í okkur eftir mygluveikindin. Við erum með alla anga úti og ég er að skoða bæði leiguíbúðir [og að kaupa fasteign] og óska eftir að þessari þrautagöngu ljúki sem fyrst, svo við náum heilsu,“ sagði hún um vandann í janúar á þessu ári.

Mynd/Instagram

Þórunn Antonía deildi gleðitíðindum með fylgjendum hennar á Instagram fyrr í dag.

„Ég er komin með íbúð!! Flutti inn í nótt og allt er gaman,“ sagði hún og brosti út að eyrum.

Fyrr í vikunni óskaði söngkonan eftir atvinnutilboðum og lýsti fyrri störfum og reynslu.

Sjá einnig: Þórunn Antonía ætlar að fá sér vinnu – „Ég er sirka þúsund sinnum sterkari en ég lít út fyrir að vera“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli deilir skotheldri svefnrútínu – Svona geturðu bætt nætursvefninn

Ragga nagli deilir skotheldri svefnrútínu – Svona geturðu bætt nætursvefninn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“

Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Austurland að Glettingi rýfur 31 árs þögn

Austurland að Glettingi rýfur 31 árs þögn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sækir um skilnað eftir að hafa komist að skuggalegu leyndarmáli eiginkonu sinnar

Sækir um skilnað eftir að hafa komist að skuggalegu leyndarmáli eiginkonu sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“