fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Grátandi á æfingum í nostalgíukasti – „Sumt fólk elskaði að hata okkur“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 25. ágúst 2023 17:00

Nylon flokkur og Einar Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nylon flokkurinn, fyrsta stúlknaband Íslands, kom saman á ný eftir nær 17 ára hlé á Tónaflóði Menningarnætur Reykjavíkurborgar um síðastliðna helgi, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda og eru þær Stein­unn Camilla Sig­urðardótt­ir, Alma Guðmunds­dótt­ir, Klara Elías­dótt­ir og Emel­ía Björg Óskars­dótt­ir, enn að taka við skilaboðum og heillaóskum. 

Nylon stelpurnar og Einar Bárðar rifja upp minningar af gullárum Nylon flokksins í nýjasta hlaðvarpsþætti Einmitt. 

Nýja lagið Einu sinni enn samið af Ölmu og Klöru

Emelía yfirgaf hópinn árið 2008 til að stofna fjölskyldu og Klara, Steinunn og Alma breyttu nafni hópsins í Charlies. Allar starfa þær við tónlist enn í dag. Klara er vinsæll og afkastamikill laga- og textahöfundur, Alma er lagahöfundur í Los Angeles og Steinunn er hálfpartinn orðin Umboðsmaður Íslands. Á tónleikunum á Menningarnótt frumfluttu Nylon nýjasta smell sinn, Einu sinni enn, fallegan minningasöng úr smiðju Klöru og Ölmu.

Nylon girls og nú með Nylon-boys!

Í hlaðvarpinu, rifja þær einmitt um ýmsar minningar og áskoranir frá Nylon-tímanum. Vert er að taka fram að Einar er guðfaðir og stofnandi Nylon. Þær taka sérstaklega fram að endurkoman hafi fyrst og fremst verið fyrir þær sjálfar, stolta maka (Nylon-boys!) og börn, en viðbrögðin hafi verið einstaklega falleg og þær segjast afar þakklátar. „Við vorum grátandi á æfingum í nostalgíukasti að rifja upp allt sem við upplifðum.“

„Sumt fólk elskaði að hata okkur“

Steinunn og Einar hafa orð á því hversu mikið tónlistariðnaðurinn hefur breyst úr mjög karllægum í að möguleikarnir eru miklu fleiri. Steinunn tekur sérstaklega fram að reynslan með Nylon hafi verið henni mikilvægur undirbúningur fyrir það sem hún starfar við í dag. Hópurinn rifjar einnig upp hvernig fjölmiðlar gátu haft áhrif á umtal um fjórar stelpur undir tvítugu og einnig venjulegt fólk á Barnalandi. Á sama hafi þær verið að leggja áherslu á að vera góðar fyrirmyndir fyrir stúlkur og ungar konur á Íslandi. 

Eins og 20 ára pararáðgjöf

Einar nefnir að það fari ekki á milli mála að mikill kærleikur er hjá fjórmenningunum og þær taka undir það að djúp og traust vinátta hafi orðið til sem verður aldrei rofin. „Þegar við vorum í Bretlandi ókum við um á pínulitlum bíl og skiptumst á að vera saman í herbergi til að búa til einhvern fjölbreytileika,“ rifja þær hlæjandi upp. „Þetta var eins og 20 ára pararáðgjöf. Við upplifðum allar tilfinningar saman.“

Þetta stórskemmtilega samtal má heyra í heild sinni í nýjasta þætti Einmitt, hlaðvarps Einars Bárðarsonar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024