fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Lizzo svarar kærum gegn sér með málssókn – Segir ljósmyndir hrekja ásakanir í sinn garð

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Lizzo hefur staðið í ströngu eftir að þrír fyrrum dansarar hennar höfðuðu mál gegn henni í byrjun ágúst þar sem dansararnir saka hana um kynferðislega áreitni, þyngdarsmánun og fyrir að skapa fjandsamlegt vinnuumhverfi. Nokkrum dögum síðar greindu lögmenn kvennanna þriggja frá því að minnst sex til viðbótar hafi sett sig í samband við þá með ásakanir í garð tónlistarkonunnar.

Lizzo svaraði fyrir sig með langri yfirlýsingu á Instagram, en nú hefur hún ráðið lögfræðinginn Marty Singer og hyggst höfða mál á hendur dönsurunum, þeim Crystal Williams, Noelle Rodriguez og Arianna Davis.

Í málssókn dansaranna segir meðal annars að þeir hafi orðið fyrir áfalli við heimsókn á klúbb í París í Frakklandi sem Lizzo bauð þeim á svo „þeir gætu lært eitthvað eða fengið innblástur af frammistöðunni“, en söngkonan greindi þeim ekki frá að um nektarkabarettstað væri að ræða. Sögðu dansararnir að þeir hefðu þannig ekki átt kost á að taka sjálfstæða ákvörðun um hvort þeir vildu taka þátt í kvöldinu eða ekki. 

Lögfræðingur Lizzo hefur nú greint frá því að þær hafi undir sönnunargögn frá þessu kvöldi ljósmyndir sem sýni að dansararnir hafi svo sannarlega ekki verið í áfalli á klúbbnum, myndirnar sýni þvert á móti að þeir hafi skemmt sér konunglega baksviðs með skemmtikröftum staðarins. 

„Eins og gamla orðatiltækið segir, mynd segir meira en þúsund orð,“ segir Singer. „Myndirnar af dönsurunum þremur sem eru hæstánægðir baksviðs með skemmtikröftum klúbbsins  tala sínu máli. Lizzo ætlar að höfða mál fyrir ærumeiðingar þegar hún hefur náð sigri og þessum hræðilegu kærum gegn henni verið vísað frá.“

Allir brosandi kátir baksviðs á klúbbnum.

Neama Rahmani, lögmaður dansaranna, segir eðlilegt að séu brosandi á myndunum, þeir hafi einfaldlega viljað halda vinnunni. „Við höfum fjallað um öll þessi tilvik þar sem stefnendur virðast vera ánægðir með Lizzo meðan þeir starfa með henni. Auðvitað vildu þeir halda vinnunni sinni. Þeir þurftu að greiða reikninga eins og allir aðrir en fengu loksins nóg

Arianna, Noelle og Crystal voru nógu hugrakkar til að koma fram með reynslu sína og ætla ekki að draga mál sitt tilbaka vegna þessara eineltisaðferða lögmanns Lizzo. Okkar skjólstæðingar eru staðfastir og hlakka til að eiga sitt dag fyrir dómi.“

Hann bætti við að myndirnar „breyti engu um staðreyndir í málsókninni“.

Lizzo hefur frá upphafi neitað harðlega öllum ásökunum í sinn garð. „Vinnusiðferði mitt, siðferði og virðing hefur verið dregið í efa. Persóna mín hefur sætt gagnrýni. Þessar ásakanir koma frá fyrrverandi starfsmönnum sem hafa þegar viður­kennt op­in­ber­lega að þeim hafi verið sagt að hegðun þeirra á tón­leika­ferðalag­inu hafi verið óviðeig­andi og ófag­mann­leg.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“