fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Harry sagður nota hræódýrt ráð við þynnandi hári

Fókus
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 21:00

Harry og Meghan í heimsókn á Nýja-Sjálandi 2018 en þá var farið að bera á hárþynningu hjá prinsinum sem hefur síðan farið vaxandi þar til nú/Mark Tantrum-Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í þessari viku birtust myndir af Harry Bretaprins þar sem blasti við að hár hans var þykkara en það hefur verið undanfarin ár en eins og bróðir sinn Vilhjálmur og faðir þeirra Karl hefur Harry þurfta að upplifa talsvert hárlos á hvirflinum.

Sérfræðingar í hárumhirðu og hárlosi telja hins vegar að Harry hafi nýtt sér vöru sem telst vera á vel viðráðanlegu verði til að ná fram þessari auknu þykkt á þynnandi, rauðu hárinu.

Á undanförnum árum hefur hárþynningin á hvirfli prinsins verið vel sýnileg og því vakti það nokkra undrun þegar hann sást með þykkara.

Harry hefur lýst yfir áhyggjum af hárlosi en í hinni umdeildu sjálfsævisögu, Spare, sagði hann hárlos Vilhjálms bróður hans uggvekjandi.

Árið 2021 lýsti breskur lýtalæknir, Asim Shahmalak, því yfir að hárlos Harry hefði farið vaxandi eftir að hann flutti til Bandaríkjanna með eiginkonu sinni Meghan. Spáði læknirinn því að Harry yrði orðinn, með sama áframhaldi, alveg sköllóttur um fimmtugt en sagði þó að hárlos hans væri ekki jafn kröftugt og hjá Vilhjálmi.

Spencer Steveson stofnandi Spexhair, sem sérhæfir sig í ráðgjöf um hárlos og hárígræðslu, hefur hins vegar varpað fram líklegri skýringu á aukinni þykkt hárs Harry. Þar sem hár prinsins var ekki orðið eingöngu þykkara heldur einnig dekkra telur Steveson að Harry sé að nota svokallaðar Nanogen hártrefjar (e. Nanogen Hair Fibres). Frægt fólk er sagt nota þessa vöru talsvert til að fá fram þykkara hár með hraði t.d. vegna myndatöku eða kvikmyndar. Varan virkar í meginatriðum þannig að henni er sáldrað eða úðað yfir svæðið þar sem hárið er að farið að þynnast og síðan er nuddað með fingrunum.

Framleiðandi vörurnar segir hana ná að blandast saman við hár þess sem notar hana og með hjálp stöðurafmagns veiti það hárinu náttúrulega þykkt sem endist í heilan dag.

Varan er sögð fáanleg á Amazon í úðaformi fyrir allt niður í 40 dollara (tæpar 5.280 íslenskar krónur) en á heimasíðu framleiðandans er varan seld í formi dufts, sjampós og úða og er lægsta verðið 7,95 bresk pund (tæplega 1.330 íslenskar krónur).

Asim Shahmalak segir að án meðferðar muni sú aukning sem orðið hafi á hárlosi Harry fara vaxandi.

Það var Mirror sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“