fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Gurrý, Lína Birgitta og Sólrún Diego ætla að hasla sér völl á heimavelli hlaðvarpskónganna

Fókus
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 16:00

Sólrún, Lína Birgitta og Gurrý Mynd: Skjáskot Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Lína Birgitta Sigurðardóttir, athafnakona og áhrifavaldur, Gurrý Jónsdóttir, snyrtifræðingur og áhrifavaldur, og Sólrún Diego, áhrifavaldur og skipulags- og þrifsérfræðingur, halda úti hlaðvarpinu Spjallið.

Þær hafa tilkynnt yfirvofandi breytingar á hlaðvarpinu og munu frá og með 1. október bjóða aðdáendum að kaupa áskrift.

Með því komast þær í hóp hlaðvarpskónganna sem bjóða upp á áskrift, eins og Auddi, Steindi og Gillz með Blökastið, Sölvi Tryggvason og Frosti Logason með hlaðvarpsveituna Brotkast.

Vinkonurnar útskýra nýja fyrirkomulagið í nýjasta þætti af Spjallið. Þær segja að þættirnir verða öðruvísi og mega hlustendur búast við jákvæðum og skemmtilegum breytingum. Áskrifendur fá þrjá þætti á mánuði og það verður einn auka þáttur á mánuði sem verður aðgengilegur öllum. Þær segja að áskriftin sé tilvalin fyrir harðasta aðdáendahóp þeirra og lofa miklu fjöri. Til að mynda verður fyrsti þátturinn tekinn í beinni frá Barcelona.

Þær munu koma til með að auglýsa skráningu á samfélagsmiðlum þegar nær dregur en nýja fyrirkomulagið tekur gildi 1. október.

„Ég veit líka að við verðum opnari og heimilislegri,“ sagði Lína Birgitta þegar þær stöllur tilkynntu um yfirvofandi breytingar.

„Meira bara svona látum allt flakka, þetta er áskrift og lokaður hópur. Við ætlum að gera smá breytingu þannig fólk fái meira úr því að vera í áskrift,“ sagði Sólrún.

„Það verða afslættir og stemning,“ sagði Gurrý

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“