fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Þórunn Antonía ætlar að fá sér vinnu – „Ég er sirka þúsund sinnum sterkari en ég lít út fyrir að vera“

Fókus
Mánudaginn 21. ágúst 2023 11:06

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er í atvinnuleit.

Þórunn Antonía er svo miklu meira en bara söngkona, hún er sannkallaður þúsundþjalasmiður. Ferilskrá hennar spannar örugglega nokkrar blaðsíður enda mjög hæfileikarík og klár ofurkona eins og má lesa nánar um hér að neðan.

Hún lýsti fyrri störfum og reynslu í færslu á Instagram og óskar eftir tilboðum sem hún getur ekki hafnað í skilaboðum.

„Góðan daginn alheimur og netheimar, ég ætla að fá mér vinnu þar sem ég er með himin háar og traustar tekjur þar sem ég mun baða börnin mín í dúnmjúku öryggi. Ég er mjög klár í mörgu eins og tónlist og öllu tónlistartengdu, viðburðarstjórnun, ég er afbragðs penni á íslensku og ensku. Börn elska mig og ég þau. Líka dýr þeim er sama þó það sé gagnkvæmt eða ekki.

Ég er bráðsnjöll í hugmyndasmíðum. Skörp orðheppin, fáránlega lausna miðuð og hörkudugleg. Ég hef unnið við allt frá umönnun á dvalarheimilum eldri borgara, til tónlistarbransans á heimsvísu, í forgrunni, bakgrunni, að skrifa um eða syngja og semja.

Ég hef séð um almannatengsl og fjölmiðla fyrir tónlistarhátíðir. Unnið á lager og séð um props, set design og hoppað í flest störf og hlutverk innan sjónvarps- og kvikmyndagerðar, ljós, búningar, förðun, stílisering.

Plús allar fasteignir sem ég hef búið í eða átt hafa endað sem sett í auglýsingaherferðum, sjónvarpsþáttum og bíómyndum því ég hef dálæti á að blanda saman skemmtilegum litum, munum og list.

Ég hef talað inn á teiknimyndir ásamt sjónvarps þátta skrifum/framkomu og leikið í leikritum, þáttum og bíómyndum. Ég hef unnið í útvarpi og þyki með þægilega og seiðandi rödd. Ég elska menningu, listir og allskonar fólk. Er menntuð sem jógakennari og var í klassísku balletnámi í 9 ár.“

Þórunn segist vilja vinna með jákvæðu og framtaksömu fólki.

„Sem vill gera heiminn að betri stað, eða bara hversdaginn bærilegan. Ég er sirka þúsund sinnum sterkari en ég lít út fyrir að vera og aðal áhugamál mín eru skrítið fólk, seinni heimsstyrjöldin, áföll og úrvinnsla þeirra, allt sem viðkemur húmor, kettir, motown tónlist og Dolly Parton. Vinsamlegast sendið tilboð sem er ekki hægt að hafna í skilaboðum, takk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti gamla mynd af þjóðþekktum mönnum til að sýna breytta tíma – „Bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn“

Birti gamla mynd af þjóðþekktum mönnum til að sýna breytta tíma – „Bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gamall draugur vakinn upp hjá Gísla Marteini í gærkvöldi – Hvar er Guðmundur?

Gamall draugur vakinn upp hjá Gísla Marteini í gærkvöldi – Hvar er Guðmundur?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“

Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“