fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

Orðrómur um að Miley Cyrus hafi sogast inn í „költ“ sem Guðni Guðnason stýrir

Fókus
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun árs 2023 gaf tónlistarkonan Miley Cyrus út lagið Flowers sem síðan hefur tröllriðið vinsældarlistum um allan heim. Ætla mætti að í kjölfarið myndi stjarnan hamra járnin meðan það væri heitt. Ekki yrði þverfótað fyrir myndum af henni á samfélagsmiðlum og að hún myndi mokselja miða á tónleika um allan heim en því er öðru nær. Miley hefur haldið sig til hlés, sérstaklega á samfélagsmiðlum, og aðdáendur eru farnir að ókyrrast og velta fyrir sér hvað sé í gangi.

Aðdáendur áhyggjufullir

Úr þessum jarðvegi hefur sprottið upp sú samsæriskenning að Cyrus hafi sogast inn í sértrúarsöfnuðinn Modern Mystery School sem Íslendingurinn Guðni Guðnason stofnaði og er í forsvari fyrir. DV fjallaði ítarlega um feril Guðna árið 2016 en hann er búsettur í Japan ásamt þarlendri eiginkonu sinni og stýrir starfsemi skólans um allan heim þaðan.

Fullyrðingar Guðna um lífshlaup sitt eru ævintýralegar í meira lagi og það gildir ekki síður um sjálfan skólann en hann er sagður vera „eini skóli sinnar tegundar sem að miðli þekkingu sem er komin beint frá Sólomon konungi og sé allt að þrjú þúsund ára gömul.“

Þá fjallaði vefmiðillinn VICE ítarlega um feril Guðna og skólann árið 2021 og teiknaði þar upp ófagra mynd þar sem fullyrt var að um einskonar „költ“ væri að ræða og þar sem nemendur væru hafðir af féþúfum. Þá var rætt við fyrrverandi nemendur sem sögðust hafa verið niðurlægðir og jafnvel upplifað skrýtið kynferðislegt andrúmsloft innan veggja skólans og gengu sumir svo langt að tala um beinlínis um kynferðislega misnotkun.

Eins og með flesta orðróma nú til dags fór sagan um Miley Cyrus og skóla Guðna á flug á samfélagsmiðlum. Tiktok-notandinn Michelle setti saman myndband um málið þar sem hún birti meðal annars mynd af Cyrus ásamt tveimur meintum nemendum Modern Mystery School sem „sönnun“ þess að stjarnan hefði sogast inn í starfsemi skólans og þar með fór málið á flug.

Grínuðust með orðróminn

Aðdáendur tónlistarkonunnar voru fljótir að leita eftir frekari upplýsingum og fóru á yfirsnúning við að lesa um skólann og fullyrðingar Guðna um þá leyndardóma og æviforna þekkingu sem hann og starfsmenn skólans búa yfir.

Sé leitað á netinu koma upp fjölmargar greinar um meint tengsl Cyrus við skóla Guðna og vinsælar youtube-síður hafa fjallað um málið.

Enn sem komið er hefur Miley Cyrus ekki tjáð sig um orðróminn en það hafa þó fulltrúar Modern Mystery School gert. Í færslu á heimasíðu skólans í Bretlandi í sumar er hent grín að málinu og greint frá því að Cyrus sé sögð hafa gengið til liðs við „költ. „Ég held að þau eigi við okkur“ er sagt í færslunni og vísað í youtube-myndband þar sem fjórir meðlimir skólans grínast með málið.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum