fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

Gylfi og Alexandra seldu íbúðina í Breiðakri á örskotsstundu – Ásett verð tæpar 115 milljónir króna

Fókus
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 14:15

Alexandra Helga og Gylfi Þór. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuparið Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir seldu íbúð sína í fallegu litlu fjölbýlishúsi í Garðabæ á örskotsstundu í vikunni. Íbúðin, sem er í húsi við Breiðakur 2-4, í Garðabæ var auglýst til sölu þann 11. ágúst síðastliðinn en tæpri viku síðar var sala eignarinnar frágengin og auglýsingin horfin úr loftinu.

Hér má sjá auglýsinguna og myndir úr eigninni fallegu.

Ásett verð íbúðarinnar var 114,9 milljónir króna en um er að ræða 137 fermetra íbúð á annarri hæð í fjögurra íbúða húsi sem byggt var árið 2018. Endanlegt söluverð  liggur ekki fyrir en ljóst er að áhuginn var mikill.

Parið fjárfesti í íbúðinni um það leyti sem þau festu kaup á einni glæsilegustu lóð höfuðborgarsvæðisins um mitt ár 2016 fyrir 140 milljónir króna. Um var að ræða 1.400 fermetra lóð við Mávanes 5 á Arnarnesinu í Garðabæ en lóðin snýr í suður og er með útsýni yfir Arnarnesvoginn og yfir Sjálandshverfið í Garðabæ. Fágætt er að slík lóð sé óbyggð í eins grónu hverfi og Arnarnesið er en heimilt er að reisa allt að 600 fermetra hús á lóðinni.

Íbúðin við Breiðakur er í stuttu göngufæri frá Mávanes-lóðinni og má leiða að því líkum að fjölskyldan hafi ætlað að búa þar þar til að glæsihýsið við Arnarsvoginn yrði risið.

En áætlanir fjölskyldunnar hafa tekið breytingum. Í lok júlí var greint frá því að Arnarneslóðin glæsilega væri nú til sölu og leitað væri eftir tilboðum í lóðina fyrir allt að 250 milljónir króna. Ljóst er að sú sala mun taka lengri tíma en Breiðakursíbúðin enda er markaðurinn fyrir slíkar lóðir frekar fámennur hérlendis.

Breiðakur 2-4 Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“