fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Vilhjálmur og Katrín munu gegna lykilhlutverkum á næstu árum

Fókus
Laugardaginn 19. ágúst 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski miðilinn Mirror greindi frá því fyrr í dag að Karl konungur Bretlands muni brátt funda með Vilhjálmi prins af Wales, syni sínum, og Katrínu prinsessu af Wales, tengdadóttur sinni. Markmið fundarins er að ákveða nákvæmlega hver hlutverk þeirra og Karls sjálfs og Kamillu drotttningar eiga að vera þegar kemur að nánustu framtíð breska konungsdæmisins.

Ætlun konungsins mun vera að nýta vinsældir sonar síns og tengdadóttur til að binda Breska samveldið saman. Auk Bretlands tilheyra 55 ríki samveldinu en þau voru flest áður breskar nýlendur. Karl er þjóðhöfðingi 15 þessara ríkja og formlegur leiðtogi samveldisins en þar er eingöngu um táknræna stöðu að ræða.

Heimildarmaður Mirror sem að sögn hefur góð tengsl við konunginn segir að Karl sé ákveðinn í því að samveldið verði miðpunktur hans tíðar í hásæti Bretlands. Karl er sagður líta á það sem skyldu sína að framfylgja óskum móður sinnar, Elísabetar drottningar heitinnar, um að tryggja að samveldið verði áfram virkt og kraftmikið.

Á fundinum mun Karl ræða væntanleg ferðalög, viðburði og markmið. Konungurinn er sagður líta svo á að það sé hlutverk Vilhjálms og Katrínar að festa sína eigin framtíð og þá um leið konungdæmisins í sessi. Hann er sérstaklega áhugasamur um að nýta sér vinsældir þeirra og ekki síst stöðu Katrínar sem hálfgerðrar stjörnu.

Á komandi hausti munu Karl og Kamilla ferðast til Kenýa en árið 1952 var Elísabet einmitt stödd þar þegar hún frétti að faðir sinn, Georg VI konungur, væri látinn og hún þar með orðin þjóðhöfðingi Bretlands. Karl er sagður vilja nýta sér þennan táknræna sess sem Kenýa hefur í sögu konungsfjölskyldunnar til að styrkja vináttuböndin milli landanna.

Ríkur vilji til að styrkja tengslin

Einnig eru fyrirhugaðar ferðir konungshjónanna til Ástralíu og Kanada á næsta ári.

Á fundinum er reiknað með að konungurinn muni minna son sinn og tengdadóttur á að styrkja þurfi tengsl Bretlands við helstu ríki samveldisins og ekki síst þau sem tilheyra enn bresku krúnunni. Í ljósi háværari radda í þeim löndum um að heppilegra sé að gerast lýðveldi og misheppnaðrar ferðar Vilhjálms og Katrínar um samveldislönd í karabíska hafinu á síðasta ári er þessu verkefni, að styrkja tengslin, lýst sem risastóru.

Heimildarmenn Mirror reikna með að Vilhjálmur og Katrín fái tækifæri til að ferðast til samveldislanda sem verði valin af kostgæfni og reyna að heilla gestgjafa sína. Það þykir orðið ljóst eftir áðurnefnda ferð þeirra um karabíska hafið að það dugi ekki lengur að mæta á staðinn, veifa, brosa og flytja fallega ræðu um vináttu.

Vonast er til þess að þáttur Vilhjálms við að halda á lofti framlagi innflytjenda frá samveldislöndum í karabíska hafinu, á árunum 1948-1971, til bresks samfélags muni hjálpa til við að bæta samskipti Bretlands við þessi lönd.

Fundur Karls með Vilhjálmi og Katrínu mun að öllu óbreyttu fara fram fljótlega eftir yfirstandandi helgi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“