Spennandi tímar eru fram undan hjá áhrifavaldaparinu Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni og Hafdísi Björgu Kristjánsdóttur. Þau trúlofuðu sig nýverið og sagði Kristján Einar, kallaður Kleini, skilið við samfélagsmiðla næsta hálfa árið – jafnvel lengur – svo hann gæti einbeitt sér að markmiðum sínum.
„Samfélagsmiðlar taka frá mér 2-3 klukkustundir á dag, það eru klukkustundir sem ég gæti verið að nýta í að vinna í átt að draumnum. Og það er það sem ég ætla að gera!“ sagði hann um pásuna og bætti við að hann væri staðráðinn í að láta drauma sína rætast.
Sjá einnig: Tekjur áhrifavalda 2022: Birgitta Líf og Gummi Kíró á toppnum
Mikill munur var á tekjum Kristjáns milli ára, enda sat hann inni í fangelsi á Spáni meirihluta árs 2022. Hann var tekjuhæsti áhrifavaldurinn árið 2021, en hann hafði ekki aðeins tekjur að hafa úr samfélagsmiðlum heldur mokveiddi hann einnig fisk sem sjómaður.
Hann var með 1.445.602 kr. í tekjur á mánuði árið 2021 en 161.669 kr. í fyrra.
Í júní stofnaði hann einkahlutafélagið Kristján Einar ehf. og kemur fram í skráningu félagsins að tilgangur þess sé að „útleiga innréttaðra sendla (campera), kaup og sala á skyldum vörum, rekstur fasteigna og lánastarfsemi.“
Sjá einnig: Kleini hefur tekið stóra ákvörðun
Hafdís Björg er eigandi líkamsmeðferðastofunnar Virago og einkaþjálfari. Hún er einnig vinsæl á Instagram með yfir 17 þúsund fylgjendur.
Í október í fyrra var hún dæmd til að greiða tíu milljónir króna auk dráttarvaxta vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar.
Hafdís var með 223.241 kr. í mánaðarlaun að meðaltali í fyrra miðað við greitt útsvar 2022.
Sjá einnig: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Mikill munur milli vinkvenna
Um er að ræða útsvar hvers og eins og eru mánaðarlaun reiknuð út frá því. Upphæðirnar þurfa því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi og til að mynda er sleppt skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Gögnin eru opinber fyrir fjölmiðla hjá Skattinum þessa dagana.