Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason lækkaði umtalsvert í launum milli ára, um samtals 1,2 milljónir á mánuði.
Sölvi heldur úti hlaðvarpinu „Podcast með Sölva Tryggva“ og hefur gefið út yfir 200 þætti.
Árið 2021 var hann með rúmlega 1,6 milljónir króna á mánuði.
Í desember 2021 stofnaði hann áskriftasíðu – solvitryggva.is – og er mánaðargjald 990 kr. á mánuði. Hægt er að greiða hærri upphæð ef áskrifendur vilja.
Svo virðist sem hlaðvarpsheimurinn sé ekki jafn arðbær og áður fyrir Sölva en mánaðarlaun hans árið 2022 voru 412.671 kr. á mánuði. Tekjur hans lækkuðu um 74 prósent milli ára.
Frosti sneri nýverið aftur í fjölmiðla með hlaðvarpsveituna Brotkast og hlaðvarpsþáttinn Harmageddon.
Fyrir það starfaði hann sem sjómaður og hafði góðar tekjur. Hann var með 1.344.725 kr. í laun á mánuði miðað við greitt útsvar 2022.