fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Jamie Foxx eyddi færslu sem þótti hatursfull

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 21:00

Jamie Foxx. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn heimsfrægi Jamie Foxx, sem meðal annars hefur hlotið Óskarsverðlaunin, hefur beðist afsökunar á færslu sem hann setti á Instagram-síðu sína og hefur hann eytt færslunni.

Foxx, sem er 55 ára gamall skrifaði í færslunni:

„Þeir drápu þennan gaur sem hét Jesús. Hvað heldurðu að þeir geri við þig?“

Lesendur síðu leikarans skildu eftir athugasemdir þar sem þeir sögðu færsluna einkennast af gyðingahatri. Algengt er meðal þeirra sem af einhverjum ástæðum hatast út í Gyðinga að saka þá sem heild um að hafa orðið Jesú Kristi að bana.

Rómversk kaþólska kirkjan hafnaði þessari hugmynd formlega árið 1965.

Foxx bað samfélag Gyðinga afsökunar á þessari færslu með nýrri færslu á Instagram.

Í nýju færslunni sagðist hann vita að orðaval sitt hefði verið móðgandi. Það hefði ekki verið ætlunin. Hvatinn að færslunni hefði verið sá að hann hefði verið svikinn af einstaklingi sem hann taldi vera vin sinn. Það var það sem hann hefði átt við með orðinu „þeir“ og ekkert meira en það.

Önnur kvikmyndastjarna, Jennifer Aniston, var gagnrýnd fyrir að líka við hina umdeildu færslu Foxx en hún gaf út yfirlýsingu á sinni Instagram-síðu þar sem hún lýsti yfir andúð á gyðingahatri.

Það var BBC sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“