fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Egill ráðleggur ungu fólki að fylgja ekki fordæmi sínu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 10:00

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmanninum þjóðkunna Agli Helgasyni er nokkuð niðri fyrir í nýlegri færslu á Facebook-síðu sinni.

Egill er ekki ánægður með stöðu og fyrirsjáanlega framtíð þeirrar starfsgreinar sem hann hefur helgað megnið af starfsævi sinni, fréttamennskunnar. Hann nefnir sérstaklega fréttamennsku í Bandaríkjunum til sögunnar og ritar raunar færsluna á ensku en hún fylgir hér á eftir í þýðingu fréttamanns DV:

„Í Bandaríkjunum er mín starfsgrein orðin fyrirlitleg. Hún er full af lygurum, mönnum sem eiga ekki heima þar og einstaklingum sem haga sér eins og Joseph McCarthy. Þetta er mikil breyting frá því þegar ég kynntist bandarískri fréttamennsku fyrst á níunda áratug síðustu aldar. Það var fólk sem bjó yfir miklum heilindum og forvitni um heimsmálin. 

Ég var ungur og í skólanum þar sem ég lærði fréttamennsku töluðum við mikið um staðla í greininni. Í dag myndi ég ekki ráðleggja neinni ungri manneskju að leggja fyrir sig fréttamennsku. Ég óttast að greinin sé orðin svo brengluð að henni sé ekki viðbjargandi, vegna óstöðvandi áróðurs, hálf-sannleika, beinlínis lyga og viðvarandi óhljóða internetsins.

Við erum að glata getu okkar til að greina á milli sannleika og falsana. Samsæriskenningum er troðið stanslaust upp á okkur og svo margir fréttamenn virðast hafa selt sál sína. Þetta er komið út fyrir það að vera sorglegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“