fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Graceland er komið með nýjan eiganda

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 5. ágúst 2023 19:00

Elvis keypti Graceland árið 1957 Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Riley Keough hefur verið útnefnd eini umráðamaður dánarbús móður sinnar, Lisu Marie Presley, og þar með er Keough orðinn eigandi Graceland í Memphis, sem einu sinni var heimili afa hennar, goðsagnarinnar Elvis Presley. 

Mæðgurnar Riley Keough og Lisa Marie Presley
Mynd: Getty
Elvis keypti Graceland árið 1957
Mynd: Getty

Móðir Keough, Lisa Marie Presley, sem var einkabarn Elvis og fyrrum eiginkonu hans Priscillu, lést 13. janúar síðastliðinn 54 ára að aldri. Í kjölfarið tók við hörð lagadeila Keough og ömmu hennar um dánarbúið, eftir að Priscilla andmælti erfðaskránni og efaðist um gildi hennar. Í júní síðastliðnum samþykkti hæstiréttur í Los Angeles sátt þeirra á milli. Elvis lést árið 1977 og arfleiddi dóttur sína meðal annars að Graceland.

Priscilla Presley og Riley Keough hafa náð sátt
Mynd: Getty

Samkvæmt sáttinni fær Priscilla leyfi til að vera grafin við hlið Elvis í hugleiðslugarði Graceland, beiðni sem hún lagði fram í maí en var þá hafnað. Keough mun hafa umsjón með sjóði 14 ára hálfsystra sinna Finley og Harper Lockwood, tvíburadætra Lisu Marie frá hjónabandi hennar og Michael Lockwood, en hann staðfestir sáttina sem lögráðamaður dætra sinna. Priscilla verður sérstakur ráðgjafi sjóðsins og fær mánaðarlaun fyrir þann starfa.

Í frétt PageSix kemur fram að talið er að Keough hafi samþykkt að greiða ömmu sinni rúmlega eina milljón dala (rúmlega 132 milljónir króna)  til að verða eini umráðamaður dánarbúsins, auk 400.000 dala (tæplega 53 milljónir króna) vegna lögfræðikostnaðar.

Elvis og Priscilla voru gift árin 1967 til 1973, segist hún ánægð með að lagadeilan við dótturdóttur sína sé leyst og að hinn látni eiginmaður hennar hefði verið ánægður með niðurstöðuna.

Graceland
Mynd: Getty

Lisa Marie var jörðuð í lok janúar í garðinum við Graceland, þar hvílir jafnframt sonur hennar, Benjamin Keough, sem tók eigið líf árið 2020, 27 ára að aldri, Elvis og foreldrar hans, Vernon og Gladys Presley.

Hér er grafreitur Presley ættarinnar
Mynd: Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna