fbpx
Þriðjudagur 11.mars 2025
Fókus

Konungsfjölskyldan óskar Meghan ekki lengur til hamingju með afmælið

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 4. ágúst 2023 19:00

Meghan Markle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mirror greindi frá því fyrr í dag að breska konungsfjölskyldan hefði enn ekki óskað Meghan Markle opinberlega til hamingju með afmælið en hún á 42 ára afmæli í dag.

Þótt að Meghan og eiginmaður hennar Harry prins hafi sagt sig frá skyldustörfum sem hluti af konungsfjölskyldunni árið 2020 og flutt í kjölfarið til Bandaríkjanna hefur fjölskyldan þó haldið áfram að óska henni til hamingju með afmælið, á samfélagsmiðlum sínum, eins og venjan hefur verið síðan hún varð hluti af fjölskyldunni.

Fyrsta afmælisdag Meghan eftir að hjónin sögðu sig frá skyldustörfum og fluttu til Bandaríkjanna var það drottningin sáluga sem hafði forystu um að óska Meghan til hamingju með afmælið og var það gert á Instagram-reikningi konungsfjölskyldunnar.

Bróðir Harry Vilhjálmur prins og eiginkona hans Katrín fylgdu í kjölfarið og sama gerðu Karl, faðir Harry og núverandi konungur Bretlands, og eiginkona hans Kamilla.

Á næsta afmælisdegi Meghan, árið 2021, óskaði konungsfjölskyldan henni til hamingju á Twitter.

Þegar kom að afmælisdegi Meghan á síðasta ári lét fjölskyldan nægja að óska henni til hamingju með færslum í svokallaðri „story“ á Instagram en slíkar færslur renna út eftir 24 klukkustundir.

Á fyrri árum hafa hamingjuóskir konungsfjölskyldunnar til Meghan, á afmælisdaginn hennar, verið birtar á samfélagsmiðlum klukkan 9 að morgni að breskum tíma en klukkan 15 síðdegis í dag höfðu engar slíkar færslur enn verið birtar.

Mirror taldi þó mögulegt að konungsfjölskyldan ætlaði sér að bíða þar til klukkan yrði 9 að morgni í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem Meghan og Harry eiga heima.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hreinskilin með brjóstastækkunina og sýnir útkomuna

Hreinskilin með brjóstastækkunina og sýnir útkomuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband: Kötturinn Diego hakkar í sig mús í Hagkaup

Myndband: Kötturinn Diego hakkar í sig mús í Hagkaup
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kvöldbakstur Sunnevu klúðraðist illilega – Sjáðu myndbandið

Kvöldbakstur Sunnevu klúðraðist illilega – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einar fékk óvænt svar frá nemendum – Vildu að foreldrarnir hættu að segja alltaf sömu tvö orðin á morgnana

Einar fékk óvænt svar frá nemendum – Vildu að foreldrarnir hættu að segja alltaf sömu tvö orðin á morgnana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta