fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Fókus

Hasarkallar BootFoot Toys slá í gegn og „skúta upp á bak“ – „Gaman að nota húmor til að koma skilaboðum á framfæri“

Fókus
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Myrkraverk galleríi, sem er lítið rými við regnbogagötuna á Skólavörðustíg, kennir margra grasa. Meðal þeirra listamanna sem þar sýna og selja list sína er BootFoot Toys sem er með muni, meðal annars fígúrur, eða hasarkallar, sem bera nafn listamannsins.

Nýjasta lína hans eru eggjakallarnir, sem undanfarnar vikur hafa verið að „skúta upp á bak“ í auglýsingaherferð Samgöngustofu og VÍS, sem gengur út á að fæla fólk frá því að stjórna rafskútum undir áhrifum áfengis eða án þess að hafa fulla athygli á því sem það er að gera.

Eggjakallar BootFoot Toys eru hasarkallar (e. action figures) í anda ofurhetja, leikföng eða söfnunargripir – eftir því hvernig á það er litið – rétt eins og Súperman og Leðurblökumaðurinn. Þessir gripir eru einnig til sölu á veitingastaðnum Le Kock.

BootFoot Toys er einhyrningur í jaðarlist. Hann tekur fyrir þekkt og varin vörumerki, lógó, vörur og fleira og kuðlar þeim saman í listformi sem er í raun eftirlíking án leyfis (e. bootleg). Hann hefur tekið fyrir íslensk vörumerki og hafa meðal annars Dalalífskindur, hundurinn Lúkas, Fóstbræður og fleiri íslensk „íkon“ ratað í ofurhetjupakkana hjá honum sem hann selur á netinu (sjá hér og hér), á hótelum og hér og þar í póstnúmeri 101.

Sem fyrr segir er nýjasta línan hans byggð á herferðinni Upp á bak og BootFoot Toys metur það svo að hún sé á stuttum tíma búin að stimpla sig inn í íslenska menningu með slagorðinu ekki „Skúta Upp Á Bak“.

Fókus hitti BooFoot Toys að máli til að fræðast aðeins um list hans og stefnu..

„Verkefnið hófst á því að ég sá þessa eggjakalla í auglýsingu samgöngustofu og varð strax skotinn í þeim,“ segir BootFoot Toys.

„Ég fór að dúlla þá upp í þrívídd til gamans og hafði samband við Samgöngustofu með að lífga enn meira upp á herferðina og gera þó ekki væri nema nokkur stykki af eggjaköllum og allt í einu var þetta bara komið í gang,“ heldur hann áfram.

Ber þá að skilja það svo að hann sé í samstarfi við Samgöngustofu í þessu verkefni?

„Nei, alls ekki. Ég lét þau bara vita af því sem ég ætlaði að gera og þeim leist mjög vel á það,“ segir BootFoot Toys.

Hann segir teikningarnar eftir TeiknAra sem notaðar eru i herferðinni vera frábærar, en verkefnið Upp á bak er unnið af Bien og TeiknAra. „Það er alltaf gaman að nota húmorinn til að koma svona skilaboðum til skila.“

„Það vantar meira af svona hressum lukkudýrum og karakterum í leikfangaflóru Íslands og fyrirtæki mættu vera duglegri að gera fígúrur í markaðssetningu,“ segir BootFoot Toys og bætir því við að nú sé Bónus búið að gera svínið sitt að dóti og það sé orðið að tískuvöru. „Það hefur slegið í gegn. Sem dæmi þá á vinkona mín á yfir 100 svona bónussvín og er hvergi hætt að safna,“ segir hann.

„Ég er sjálfur að safna leikföngum af íslenskum karakterum sem eru aðallega sparibaukar og mjúkdýr (e. plushies) eins og pulsuparið frá SS, kötturinn Klói, BT-músin og er reyndar enn að leita að Bingó Bjössa fígúrunni. Flest af þessu á það sameiginlegt að vera orðið retro. Þetta er flest dót frá síðasta áratug síðustu aldar og fram til aldamóta og klárlega kominn tími á meira svona,“ segir BootFoot Toys.

Hann segir muni af þessu tagi hafa  ákveðið menningargildi eins og t.d. Birgittu Haukdal dúkkan sem hræddi heila kynslóð krakka og margir munu aldrei geta gleymt.

BootFoot Toys hefur gert línu með Hugleiki Dagssyni. Einnig gerði hann nokkra vel valda fóstbræðrakaraktera, m.a. Indriða og Gyðu Sól. Halli og Laddi, hundurinn Lúkas og kötturinn Diego fengu sínar eigin fígúrur og fleiri og fleiri.

„Svo á móti geri ég mikið af alþjóðlegri popp kúltur verkum og sel aðallega til ferðamanna í Myrkraverk gallerí sem er lítið rými við regnbogagötuna á Skólavörðustíg og svo eru líka leikföng til sölu á veitingastaðnum Le Kock,“ segir hann.

„Ég geri samt helst það sem mér finnst fyndið, oftast eitthvað „pun“ eða „mash up“ og þökk sé tækninni í dag þá get ég framkvæmt hvaða hugmynd sem er án filters,“ segir BootFoot Toys og bætir við: „Ég fæ flestar mínar hugmyndir í baði svo ég enda með mikið af typpabröndurum enda stutt að sækja innblástur.“

Það er eitthvað við að taka svona hreinan og saklausan hlut eins og barnaleikfang og nota það sem miðil fyrir grófa brandara, segir BootFoot Toys sem er hæst ánægður með eggjakallana í „Skúta Upp Á Bak“ herferðinni og segist hvergi nærri hættur að breyta merkjum og lukkudýrum í hasarkalla. Hann hvetur íslensk fyrirtæki til verða framvegis duglegri og áræðnari í að kynna til leiks hvers kyns lukkudýr og fígúrur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Diddy sagður hafa misnotað 10 ára dreng á hótelherbergi

Diddy sagður hafa misnotað 10 ára dreng á hótelherbergi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Var eina barnið sem fór með á trú­ar­viðburði í söfnuði þar sem Guð átti að taka frá hon­um þessi veik­indi“

„Var eina barnið sem fór með á trú­ar­viðburði í söfnuði þar sem Guð átti að taka frá hon­um þessi veik­indi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum