fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Tímamót í lífi Yoko Ono

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 19:00

Yoko Ono árið 2010/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi fjölmiðla hefur greint frá því að eftir hálfrar aldar búsetu í New York-borg sé, japanska listakonan og ekkja tónlistargoðsagnarinnar John Lennon, Yoko Ono flutt endanlega frá borginni.

Ono er orðinn 90 ára gömul og mun að sögn búa framvegis á sveitabæ í uppsveitum New York-ríkis sem hún og maðurinn hennar sálugi festu kaup á árið 1978.

Í umfjöllun New York Post kemur fram að Ono hafi í þessi 50 ár í borginni búið í Dakota byggingunni á Manhattan en að sögn var það fyrsta lúxus fjölbýlishúsið í Bandaríkjunum.

John Lennon deildi íbúðinni með henni þar til hann var skotinn til bana fyrir utan bygginguna 8. desember 1980.

Sveitabærinn er á jörð sem er um 240 hektarar að stærð. Ono flutti á bæinn þegar Covid-heimsfaraldurinn skall á 2020 og hafði að sögn ekki í hyggju að flytja aftur til borgarinnar.

Ono lifir nú kyrrlátu lífi, utan sviðsljóssins, á bænum en í næsta þéttbýli búa aðeins um 340 manns.

Í íbúðarhúsinu eru 4 svefnherbergi og tvö baðherbergi og fyrir utan það er garður þar sem Ono ræktar sitt eigið grænmeti.

Lennon og Ono keyptu upphaflega kýr og naut og ætluðu sér að stunda búskap á bænum.

Árið 2013 var talið um tíma að tilveru sveitabæjarins væri ógnað þar sem hann stendur á svæði þar sem talið er að ógrynni jarðgass liggi í jörðu. Ono og sonur hennar og Lennon, Sean, hafa mótmælt allri gasvinnslu á svæðinu.

Vegna hækkandi aldurs og versnandi heilsu hefur Ono þurft í auknum mæli að notast við hjólastól en hún segist þó fara í gönguferðir um nágrennið sem hjálpi henni í baráttunni við þunglyndi.

New York Post hefur ekki upplýsingar um hvað nákvæmlega hrjáir Yoko Ono en hún er sögð þurfa umönnun allan sólarhringinn.

Síðustu misserin áður en hún flutti endanlega úr Dakota byggingunni hafði hún að mestu leyti haldið sig þar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024