fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Þetta áttu ekki að gera á Þjóðhátíð

Fókus
Laugardaginn 29. júlí 2023 14:00

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Viðarsson og Aron Mímir Gylfason stjórnendur hlaðvarpsins Götustrákar fara yfir víðan völl í nýjasta þætti sínum.

Meðal þess eru ráðleggingar sem þeir félagar veita þeim sem ætla sér að fara á hina árlegu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem fer fram um næstu helgi sem eins og flest ættu að vita er Verslunarmannahelgin. Bjarki og Aron, sem hafa báðir sótt hátíðina oftar en einu sinni, segja fólki m.a. hvað það á ekki að gera á Þjóðhátíð.

Í ljósi fyrri reynslu sinnar ráðleggja þeir báðir fólki að læra hvernig á að tjalda áður en það kemur í Herjólfsdal. Í kynningarstiklu á Youtube-rás þáttarins sýna þeir félagar einmitt skrautlegar ljósmyndir sem sýna þá eiga í verulegu basli með að koma tjöldum sínum upp.

Það sem á ekki að gera samkvæmt Aroni

Þegar kemur að því sem þeir félagar ráðleggja fólki að gera ekki á Þjóðhátíð er það í fyrsta lagi að klára ekki öll fíkniefni sem það kemur með á fyrsta degi hátíðarinnar og enda þannig á hjartadeild. Aron segist einmitt hafa gert þessi mistök. Hann neytti fíkniefnanna en að auki var hann á þessum tíma í neyslu á sterum.

Aron fann mikil þyngsli fyrir brjósti og átti erfitt með öndun. Að lokum var hann fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum og segist hann hafa verið afskaplega hræddur.

Hann ráðleggur fólki einnig að gera ekki eins og ónefndir samferðarmenn hans gerðu og setja fíkniefnið MDMA í sjampóbrúsa til að fela það fyrir fíkniefnaleitarhundum. Pakkningin með efninu hafi rifnað í brúsanum og vinir hans hafi neyðst til að neyta efnisins fyrr en áætlað var til að forða því frá eyðileggingu og víman þess vegna tekið völdin um hábjartan dag.

Aron ráðleggur fólki að fara ekki á hátíðina ef það fer á hana fyrst og fremst til þess að efna til slagsmála. Fólk sé komið á hátíðina til að skemmta sér. Menn með svoleiðis tilburði séu einfaldlega þreytandi.

Hann hvetur fólk til að vera ekki í sleik, í brekkunni í dalnum, yfirgengilega lengi. Það passi betur á Samfés-balli en Þjóðhátíð að vera lengi í sleik á almannafæri en gangi kossaflensið svona vel sé betra að fara afsíðis.

Að síðustu mælist Aron til þess að fólk byrji ekki að væla þegar aðrir vilji fara að neyta fíkniefna í hádeginu. Það sé algjör óþarfi að spyrja hvort viðkomandi vilji ekki borða eitthvað fyrst. Ef einstaklingurinn hafi lítið sofið um nóttina sé ekki líklegt að hann vilji borða fyrst og þar vísar Aron í eigin reynslu.

Það sem á ekki að gera samkvæmt Bjarka

Bjarki ráðleggur fólki sem ætlar sér á Þjóðhátíð að fara ekki, með tveimur vinum sem eru að fara á hátíðina í fyrsta skipti, í Rúmfatalagerinn og kaupa „pop-up“ tjald en ekkert meira. Hann hafi fimm ár í röð keypt tjald af slíku tagi þar sem var aðeins pláss fyrir hann einan. Þess konar tjald dragi verulega úr líkunum á því að maður fái á „broddinn.“

Í ljósi fyrri reynslu segir hann að mikilvægt sé að drekka ekki of mikið áfengi áður en maður kemur á hátíðarsvæðið. Hann segist hafa farið á Þjóðhátíð 7 ár í röð og verið orðinn verulega ölvaður, í hvert einasta skipti, þegar hann mætti á svæðið. Bjarki segir að það hafi m.a. stuðlað að því að hann hafi týnt farangrinum sínum.

Hann mælir einnig með því að kynbræður hans geri ekki ráð fyrir því að einhver kvenmaður sé tilbúin til að stunda kynlíf með þeim á hátíðinni. Best sé að fara með það að markmiði að skemmta sér en að kynlíf ætti ekki að vera helsta markmiðið.

Bjarki tekur einnig undir með Aroni þegar kemur að þeim sem koma á hátíðina í þeim tilgangi að stofna til slagsmála. Slíkir einstaklingar séu ræflar.

Hann segir þó í lagi að taka upp á slíku á mánudeginum, þ.e. lokadegi hátíðarinnar, en halda því á „Prófastinum.“

„Hendurnar í vasanum í dalnum. Slást, kaupa, selja á Prófastinum. Það er bara svona regla.“

Hvort Bjarki á við samnefndan veitingastað og bar í Vestmannaeyjum skal ósagt látið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“